Náttúrulega 3

22 Náttúrulega 3 │ 1. kafli FUGLAR Fuglar eru í raun undirflokkur skriðdýra og einu eftirlifandi risaeðlurnar. Til er fjöldinn allur af ólíkum fuglategundum, allt frá agnarlitlum snjótittlingum upp í erni og albatrosa sem eru rándýr með allt að þriggja metra vænghaf. Þrátt fyrir fjölbreytileikann eru fuglar auðþekkjanlegir, þeir eru flestir fiðraðir, með vængi, gogg og fætur en munurinn milli tegunda getur verið mikill. Fuglar fjölga sér með innvortis frjóvgun, verpa eggjum og hafa heitt blóð. Fuglar eru einu hryggdýrin sem fljúga að undanskildum leðurblökum sem eru spendýr. Það eru þó einhverjar undantekningar á því en til eru nokkrar tegundir fugla sem geta ekki flogið. Til að fuglar geti flogið þurfa margir þættir að ganga upp. Fuglinn notar fætur til að spyrna sér frá jörðinni og blakar svo vængjunum til að halda sér á lofti og stýrir meðal annars fluginu með stélinu. Lögun vængjanna skipta máli en þeir eru ávalir að ofan en kúptir að innan, svolítið eins og skeið. Loftþrýstingurinn að ofan er því lítill á meðan loftþrýstingur undir fuglinum er mikill. Þrýstingurinn lyftir fuglinum upp á við sem Fugl sem flýgur ekki gæti t.d. lifað á minni fæðu en sá sem flýgur eða þróað með sér líkamsgerð sem er heppilegri til annarra hluta, t.d. til sunds líkt og mörgæsir. Hver gæti ástæðan verið fyrir því að tegundir hafa þróast sem hafa misst getuna að fljúga? Það eru margir kostir við að geta flogið. Til dæmis að ferðast langar vegalengdir eða flýja frá rándýrum. Hverjir ætli kostirnir séu við að missa þann eiginleika?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=