Náttúrulega 3

19 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Fiskar anda með tálknum, þ.e. vatnið fer inn um munninn og út um tálknin, sem taka úr vatninu súrefni. Fiskarnir synda með því að hreyfa líkamann og uggana sína. Flestir beinfiskar hafa sundmaga. Það er ekki magi fyrir mat heldur loft. Magnið af loftinu í maganum ákvarðar það dýpi sem fiskurinn er á. Þegar fiskurinn eykur loftið í maganum færist hann ofar í vatninu en neðar þegar loftið minnkar. Þetta sparar orku fyrir fiskinn sem þarf þá ekki að vera á stöðugu sundi til að halda sér á því dýpi sem hann vill vera á. Brjóskfiskar eru ekki með sundmaga og sökkva því til botns þegar þeir eru ekki á hreyfingu. Hundruð ólíkra fiskitegunda finnast við Ísland. Skötur og hákarlar eru dæmi um brjóskfiska. Þeir hafa ekki sundmaga og sökkva til botns þegar þeir eru ekki á sundi. Þorskur er dæmi um beinfisk, þeir eru með sundmaga og geta haldið sig á því dýpi sem hentar án þess að vera á stöðugri hreyfingu. Flestir fiskar hrygna Kvenfiskurinn kallast hrygna og karlfiskurinn hængur. Fiskar fjölga sér flestir með því að hrygna. Hrygnan lætur frá sér egg sem kallast hrogn og hængurinn sprautar svo sæðisvökva yfir. Sæðisvökvinn kallast svil og þau frjóvga hrognin. Það ungviði sem nær að klekjast út kallast seiði. Lífsbaráttan getur verið erfið en aðrar lífverur gæða sér bæði á hrognunum og seiðunum og ekki eru öll svo heppin að verða fullvaxta. Einhverjar tegundir fiska hafa þó innri frjóvgun þar sem hrygna gýtur seiðum í stað þess að láta frá sér egg. Egg Lax Seiði

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=