Náttúrulega 3

18 Náttúrulega 3 │ 1. kafli FISKAR Fyrstu hryggdýr í þróunarsögu jarðar líktust sennilega ákveðnum flokki fiska, svokölluðum vankjálkum sem eru kjálkalausir fiskar. Meðal fiska er hópur sem er náskyldur öðrum (landlægum) hryggdýrum en útlimir þeirra þróuðust frá uggum holdugga. Fiskar lifa í vatni, anda með tálknum, synda með sporði og uggum og þeir eru þaktir hreistri. Þeir hafa flestir misheitt blóð. Flestir fiskar eru af tveimur gerðum, þ.e. brjóskfiskum og beinfiskum. Flokkunin fer eftir því hvort stoðgrind þeirra er úr brjóski eða beini. Flestar tegundir fiska eru þó beinfiskar. Dýr sem eru með misheitt blóð geta verið með miklar sveiflur í líkamshita en þær stýrast af umhverfinu. Hitastig líkamans sveiflast upp og niður eftir hitastiginu í umhverfinu hverju sinni. Dýr með jafnheitt blóð eru með litlar sveiflur í líkamshita og stýra hitastigi líkamans sjálf. Hitastig líkamans er það sama óháð því hvert hitastigið er í umhverfinu. Hvort er fólk með misheitt eða jafnheitt blóð? MISHEITT BLÓÐ OG JAFNHEITT BLÓÐ HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=