Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lesturinn. Áður en þú byrjar • Skoðaðu bókina vel, myndir og teikningar. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Eftir að þú lest • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum. LESTRARRÁÐ Í þessari bók lærið þið: • Um fjölbreytta tegundir dýra, bæði hryggdýr og hryggleysingja. • Hvernig æxlunarkerfi einstaklinga eru ólík og hvernig þau virka, hvernig erfðir virka og að ástin sé alls konar. • Um ólíkar gerðir orku og auðlinda og hvernig rafmagn virkar. • Hvaða áhrif gróðurhúsalofttegundir hafa á Jörðina og hvernig loftslagsbreytingar verða. • Um Jarðfræði og ýmis innri og ytri öfl. Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringarmyndir eða hugtakakort. • Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð eða orðasambönd.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=