17 Náttúrulega 3 │ 1. kafli HRYGGDÝR Helsta einkenni hryggdýra er að þau hafa hryggjasúlu sem heldur líkama dýranna uppi í ákveðinni stöðu og verndar mænuna sem er hluti af taugakerfi dýrsins. Hryggdýrum er stundum gróflega skipt í fimm hópa, nefnilega fiska, froskdýr, skriðdýr, fugla og spendýr. Þessi flokkun er þó komin til ára sinna og endurspeglar ekki þróunarsöguna. Sem dæmi skiptast fiskar í marga ólíka flokka og er einn þeirra, holduggar t.d. skyldari landhryggdýrum heldur en öðrum fiskum! Einnig er ekki lengur talað um skriðdýr sem hóp, vegna þess að fuglar eru í raun skriðdýr – nánar til tekið einu eftirlifandi risaeðlurnar. Ræðum saman Hvað eru hryggdýr? Eru manneskjur hryggdýr? Voru risaeðlur hryggdýr? Hvernig vitum við það? Það er margt ólíkt með beinagrindum hryggdýra en þau eiga það samt sameiginlegt að vera með hrygg og höfuðkúpu. Köttur Froskur Fugl Fiskur
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=