Náttúrulega 3

16 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Full myndbreyting – lífsferill fiðrildis Fiðrildi Egg Púpa Lirfa Kuðungakrabbar finnast á ýmsum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Þeir lifa í yfirgefnum kuðungum annarra dýra. Eftir því sem þeir stækka þurfa þeir því að finna sér nýtt heimili en nokkuð vandasamt getur verið að finna kuðung af réttri stærð. Þegar kuðungakrabbi er í heimilisleit er algengt að hann finni kuðung sem er of stór. Krabbinn kemur sér þá fyrir hjá kuðungnum og bíður eftir að annar krabbi í heimilisleit láti sjá sig. Ef sá krabbi tekur stærri kuðunginn skilur hann eftir sig annan minni sem gæti passað fyrsta krabbanum. Stundum eru margir krabbar í heimilisleit sem raða sér upp í stærðaröð og þegar sá stærsti skiptir í stóra kuðunginn sem fannst skipta þeir einn af öðrum yfir í kuðung af næstu stærð. HEIMILI KUÐUNGAKRABBA HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=