Náttúrulega 3

15 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Undirfylkingin sexfætlur er komin af krabbadýrum sem námu land og einkennast af þremur fótapörum. Skordýrin eru langstærsti flokkur sexfætlna en aðrar sexfætlur eru t.d. mordýr. Skordýr einkennast líka af þrískiptum líkama, höfuð, frambol og afturbol. Skordýr eru einnig með fálmara á höfði og stærsti hópur skordýra er vængjaður. Upphaflega voru tvö vængjapör en t.d. tvívængjur (flugur) hafa bara eitt vængjapar. Til eru milljónir tegunda skordýra á jörðinni og um 1600 hafa fundist hérlendis. Skordýr eru mikilvægur hlekkur í vistkerfum en þau eru mikilvæg fæða fyrir ýmsar dýrategundir, sjá um frævun blóma og niðurbrot ýmissa lífrænna efna. Flugur, fiðrildi, bjöllur, æðvængjur, engisprettur, skortítur og flær tilheyra þessum flokki ásamt fleiri tegundum. Höfuð Frambolur Afturbolur Vængir Fálmarar Fætur

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=