Náttúrulega 3

14 Náttúrulega 3 │ 1. kafli LIÐFÆTLUR Eins og nafnið gefur til kynna hafa liðfætlur liðskipta fætur. Þær þekkjast einnig á liðskiptum líkama, samsettum augum (flest, en ekki öll) og harðri skurn sem verndar líkamann. Fylking liðfætlna var lengi skipt í fjórar undirfylkingar eða flokka–fjölfætlur, klóskera, krabbadýr og skordýr– meðal annars byggt á fótafjölda og gerð útlima. Nú hafa rannsóknir sýnt fram á að skordýr eru í reynd bara landlæg krabbadýr og er því flokkurinn krabbadýr ekki lengur notaður. Því er sagt að krabbadýr og skordýr séu saman í einni undirfylkingu liðfætla. Klóskerar er undirfylking dýra sem inniheldur meðal annars skeifukrabba og sæköngulær. Þessi hópur er nefndur eftir klóskærum, munnlimum sem virka líkt og klípitangir en þessi dýr hafa ekki kjálka. Þekktustu klóskerarnir er flokkurinn áttfætlur. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama, stundum samrunninn í einn óskiptan búk. Ólíkt skordýrum hafa þær hvorki fálmara né vængi. Kóngulær, mítlar og sporðdrekar tilheyra þessum flokki ásamt fleiri tegundum. Fjölfætlur eru með langan liðskiptan líkama, eitt par fálmara á höfði og marga fætur. Ein gerð þúsundfætlna hefur rúmlega þúsund fætur. Hundraðfætlur hafa eitt til tvö fótapör á hverjum lið líkamans en þúsundfætlur tvö. Krabbadýr hafa mörg fótapör, oft 10 eða 12 og stundum fleiri. Þau hafa einnig líkama sem er hulinn skildi sem verndar líkamann. Þetta eru t.d. humrar, rækjur, grápöddur, marflær, krabbar og hrúðurkarlar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=