Náttúrulega 3

13 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SKRÁPDÝR Skrápdýr eru sjávardýr sem hafa um sig harðan og göddóttan hjúp og færa sig hægt áfram með sogfótum. Meltingarvegurinn samanstendur af munni sem er neðan á dýrinu, maga í miðjunni og endaþarmi fyrir ofan. Krossfiskar, ígulker, sæbjúgu, slöngustjörnur og sæliljur eru skrápdýr. Þau lifa á sjávarbotni og eru gjarna áberandi því þau eru oft litrík. Krossfiskar eru flestum kunnir en færri vita að þeir veiða til dæmis snigla, samlokur og krabbadýr sér til matar. Ef krossfiskur missir einn arminn þá vex hann á ný þó það geti tekið langan tíma. Skrápdýr hafa geislótta samhverfu eins og hveldýr en eru þó alls ekki skyld þeim. Reyndar eru skrápdýr skyldari manninum og öðrum hryggdýrum heldur en öðrum hryggleysingjum. Ígulker hafa fimmskiptan líkama eins og krossfiskar. Þau eru kúlulaga með nálar á líkama sínum sem þau geta hreyft. Ólíkt krossfiskum eru ígulker jurtaætur sem lifa á þörungum. Náttúrufræðingur sem margir kannast við og kemur upp í hugann þegar fjallað er um dýr. Mikið fræðsluefni hefur verið gefið út um dýra- og plöntulíf jarðar þar sem Attenborough er kynnir. Á ævi sinni hefur hann ferðast um heiminn til að sanka að sér fræðsluefni sem hann deilir svo með heiminum. Mikill áhugi hans á viðfangsefninu hefur smitandi áhrif á aðra sem gerir það að verkum að sjónvarpsþættir eru geysivinsælir. David hefur barist fyrir ýmsum málefnum, til dæmis fyrir aðgerðum í loftlagsmálum. DAVID ATTENBOROUGH HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=