Náttúrulega 3

40699 Halló! Núna ert þú á leið í náttúrufræði þar sem þú lærir sannleikann um náttúruna. Þar er hægt að komast nær því að skilja hvernig heimurinn virkar en allt í kringum þig er náttúrufræði! Meira að segja það að heyra er náttúrufræði og þú færð aðeins að kynnast því í bókinni. Í þessari bók munt þú læra ýmislegt um fjölbreytta flokka dýra. Þú munt læra um æxlunarfæri, kynlíf, erfðir og að ástin sé alls konar. Þá lærir þú líka um ólíkar gerðir orku og auðlinda og hvernig rafmagn virkar. Þú lærir líka um gróðurhúsaáhrif og loftslagsbreytingar og hvað við getum öll gert til að hjálpa Jörðinni okkar. Þá muntu líka læra um jarðfræði og innri og ytri öfl Jarðar. Góða skemmtun! Náttúrulega 3 er þriðja kennslubókin af þremur í bókaflokknum. Hann er ætlaður í kennslu í náttúrugreinum fyrir miðstig. Með bókinni fylgir vinnubók, kennsluleið- beiningar, gagnvirkur spurningabanki, námsmatsbanki og fleira. Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, og Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Myndhöfundur er Krumla NÁTTÚRULEGA 3

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=