Náttúrulega 3

142 Náttúrulega 3 │ 5. kafli SAMANTEKT • Jörðin samanstendur af innri kjarna, ytri kjarna, möttli og jarðskorpu. • Jarðskorpan er samsett úr mörgum flekum sem eru á stöðugri hreyfingu. Þessar hreyfingar valda jarðskjálftum. • Steingervingar verða til þegar hlutar lífveru, eða afsteypur þeirra, verða að steini. Þeir gefa upplýsingar um líf á jörðinni frá myndun lífs. • Skipta má jarðsögulegum þróunartímabilum gróflega í 4 mislöng tímabil. Þau eru upphafs- og frumlífsöld, fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld. • Á upphafs- og frumlífsöld urðu fyrstu lífverurnar til. • Á fornlífsöld komu fram dýr með harða skel, hryggdýr og jurtir í sjónum. Seinna náðu dýr og plöntur að nema land. • Á miðlífsöld var tími eðlanna og komu risaeðlurnar fram á þeim tíma. • Á nýlífsöld náðu spendýrin mikilli útbreiðslu en tímabilið einkennist af hita- og kuldaskeiðum til skiptis. Saga jarðar og breytingar á henni • Innri öfl eru þau öfl sem hafa áhrif á jörðina og eiga upptök sín inni í jörðinni. Þetta eru jarðskjálftar og eldgos. • Sjávarskaflar eða tsunamis myndast þegar mikill massi fer af stað vegna einhvers atburðar, eldgos í sjó, jarðskjálftar á miklu hafdýpi eða skriðuföll í sjó fram. • Jarðskjálftar verða þegar spenna hefur myndast vegna jarðskorpuhreyfinga. Sveifluhreyfingin sem verður við orkulosunina veldur jarðskjálfta. • Jarðskjálftar, eldgos og bergskriður geta valdið tsunami eða sjávarskafl eins og það kallast á íslensku. Það eru risastórar öldur sem geta farið 500–600 km/klst. • Ytri öfl er máttur jarðarinnar til að breyta yfirborði sínu. Það getur verið vegna sjávarfalla, veðurs eða jökla. Í flokki ytri afla er frostveðrun, hitabrigðaveðrun, lífræn veðrun, sjávarrof, jökulrof, árrof og jarðvegsrof. Ytri og innri öfl

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=