Náttúrulega 3

141 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Jarðvegsrof Við ofbeit dýra, ágang mannfólks eða ofsaveður myndast sár í jarðvegi. Sárin geta stækkað vegna rennandi vatns eða vinds ef þeim er ekki lokað með uppgræðslu. Það er gert með því að gróðursetja plöntur og að styrkja jarðveginn. Ofanflóð Snjóflóð og skriðflóð eru tvær gerðir af ofanflóðum. Snjóflóð eru þekkt hætta þar sem mikill snjór safnast fyrir í fjöllum. Til eru margar mismunandi gerðir snjóflóða en mikil hætta er á ferð þegar einstaklingur lendir í snjóflóði. Veðrabreytingar, hvassvirðri, jarðskjálftar og gjörðir manna geta ýtt af stað snjóflóðum. FÖRUM VARLEGA Þegar farið er af stað á snjóþung svæði þarf að tryggja að meðferðis sé öryggisbúnaður og að þekking á réttum viðbrögðum við snjóflóðum sé fyrir hendi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=