Náttúrulega 3

140 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Sjávarrof ógnar byggð í Vík þar sem sífellt meira brotnar úr strandlengjunni vegna öldugangs. Gripið hefur verið til forvarnarráðstafana til verndar byggðinni með varnargörðum en þeim þarf sífellt að halda við. Jökulrof Jöklar eru gríðarlega þungir og þegar þeir hreyfast ryðja þeir lausum setmolum á undan sér. Jöklar geta grafið sig eftir sprungum í berginu og við það myndast dalir og firðir. Víða má sjá rákir í bergi eftir skriðjökla. Á Vestfjörðum og Austfjörðum eru landsvæði sem jöklar mótuðu. Þau einkennast af háum og bröttum fjöllum. Árrof Árfarvegir bera oft með sér set og bergmylsnu sem kemur af hálendinu. Árrof breikkar hægt og rólega árfarvegi. Þetta gerist hraðar þar sem halli er meiri og í vatnsríkum ám og bergmylsnan sest fyrir við ströndina og í dalbotnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=