139 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Hitaþensluveðrun Hitaþensla á sér stað þar sem hitasveifla sólarhringsins er mikil, t.d. í eyðimörkum. Þegar berg hitnar þenst það út en dregst saman við kólnun. Sífelld útþensla og samdráttur veldur álagi á berg þannig að það byrjar að flagna. Lífræn veðrun Lífræn veðrun verður vegna virkni lífvera. Má þar nefna rótarfleygun sem á sér stað þegar rætur plantna troða sér inn í bergsprungur og víkka þær. Einnig geta sveppir, fléttur og ýmsar örverur grafið sig inn í berg. Sjávarrof Hafið hefur áhrif á strandlengjur þar sem öldur skella sífellt á þeim. Þá hafa hafstraumar einhver áhrif en þau eru lítil í samanburði við öldur. Öldurnar sem skella á berginu brjóta það hægt og rólega niður líkt og þær séu að kroppa í bergið og flytja molana til. Dæmi um sjávarrof eru áhrif hafsins á Surtsey sem varð til í neðansjávargosi á árunum 1963–1967.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=