Náttúrulega 3

12 Náttúrulega 3 │ 1. kafli LINDÝR Lindýr er stór fylking dýra sem samsett er af mörgum ólíkum tegundum. Þetta er næst stærsta dýrafylkingin á eftir liðfætlunum. Lindýr eiga það sameiginlegt að þau þekkjast af mjúkum og óliðskiptum líkama sem er oft, en ekki alltaf, varinn af skel. Algengast er að lindýr lifi í sjó eða vatni en einhver þeirra lifa á landi. Dæmi um lindýr eru sniglar, samlokur og smokkar. Stærsti flokkur lindýra eru sniglar en til eru mörg þúsund tegundir. Tegundirnar lifa ýmist á landi, sjó eða ferskvatni. Flestar tegundir snigla hafa skel sem verndar snigilinn. Samloka er lífvera sem lifir inni í tveimur skeljum sem lokast saman. Dýrið getur lokað sig inni í skelinni til að vernda sig. Hörpudiskur, kræklingur og ostrur eru dæmi um samlokur en mörgum þykir þetta herramannsmatur. Smokka má finna í öllum höfum heims, þeir eru lífverur með átta arma og skiptast m.a. í smokkfiska og kolkrabba. Stærð þeirra getur verið allt frá örfáum sentímetrum upp í 20 metra. Smokkar eru gjarnan taldir gáfaðastir hryggleysingja. Þeir hafa flókin skynfæri og stóran heila. Heilinn tengist stórum og háþróuðum augum þeirra sem svipar til augna hjá mannfólki. Klárir kolkrabbar Sýnt hefur verið fram á að kolkrabbar eru með flókið taugakerfi. Vísindafólk hefur gert alls konar rannsóknir á þeim og sýnt fram á að þeir hafa bæði langtíma- og skammtímaminni ásamt því að geta leyst ýmsar þrautir sem lagðar eru fyrir þá, t.d. að opna krukkur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=