Náttúrulega 3

137 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Í kringum hinn svokallaða Kyrrahafsfleka er stórt svæði þar sem eldgos og jarðskjálftar eru tíðir atburðir. Þetta svæði hefur fengið viðurnefnið eldhringurinn. Hringurinn er bein afleiðing flekahreyfinga en margir flekar koma að þessu svæði og raðast í kringum Kyrrahafsflekann. Áætlað er að um 80% af stærstu jarðskjálftum heims verði á þessu svæði. Eldhringurinn samanstendur af 750–915 eldfjöllum sem er um 60% virkra eldfjalla í heiminum. Ástæðan fyrir þessum óljósa fjölda er að ekki eru allir sammála um hvaða landsvæði tilheyri Eldhringnum. Mörg eldfjallanna hafa ekki gosið í mjög langan tíma og eru ekki talin virk en Eldhringurinn er talinn hafa myndast fyrir 35 milljónum ára. Hæsta eldfjall heims, Ojos del Salado, er staðsett í Eldhringnum og er 6893 metra hátt. Það gaus síðast árið 750 og því ekki talið virkt í augnablikinu. Stærsta virka eldfjall heims er Llullaillaco og einnig staðsett á þessu svæði. Það er 6739 metra hátt og gaus síðast árið 1877. ELDHRINGURINN HEILAPÚL Norður Ameríka Ástralía Asía Suður Ameríka

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=