Náttúrulega 3

Jarðskjálftar geta verið undanfarar eldgoss. Í þeim tilfellum verða skjálftar vegna þess að jarðskorpan brotnar þegar kvikan færist nær yfirborðinu. Þetta veldur titringi eða jarðskjálftum. Jarðvísindamenn geta stundum séð með nokkrum fyrirvara að gos sé í aðsigi á tilteknu svæði þar sem ákveðin atriði eru vísbendingar um eldgos, s.s. tíðni skjálfta, dýpt og stærð. Einnig er notuð GPS tækni þar sem ris og sig landsvæða er skoðað. Í möttli jarðar er kvika, þ.e. bráðið berg. Þar sem kvikan er léttari en umhverfi hennar leitar hún upp á við. Þegar kvikan kemur upp á yfirborðið er hún um 1000 °C heit. Með kvikunni koma upp ýmis önnur efni, s.s. lofttegundir. Sumar þeirra eru varasamar og því er ekki ráðlagt að skoða eldgos með eigin augum og hvað þá að fara með ung börn og dýr að skoða þau þar sem þessar hættulegu loftegundir eru þyngri en súrefni, liggja með jörðinni og safnast fyrir í lægðum. 131 Náttúrulega 3 │ 5. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=