Náttúrulega 3

130 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Þeim öflum sem verka á jörðina er yfirleitt skipt í svokölluð innri öfl og ytri öfl. Innri öfl eiga uppruna sinn inni í jörðinni sjálfri og mynda berg og fjöll á yfirborði jarðar. Ytri öfl nefnast þau áhrif sem veður og vindur hafa á niðurbrot bergs og fjalla. Þau mynda setlög á yfirborði jarðar. Innri öfl Þegar jarðskorpan hreyfist verður til spenna líkt og þegar tveimur blöðrum er nuddað saman. Þegar losnar um spennuna með broti í jarðskorpunni veldur orkan sveifluhreyfingu sem endar með jarðskjálfta. Ekkert hámark er til yfir stærð jarðskjálfta en þau atriði sem hafa mest að segja um hve mikil áhrif skjálfti hefur eru: Hve stór brotflöturinn er, hversu djúpt ofan í jörðinni upptökin eru og hversu langt frá byggð. Jarðskjálftar eru mældir á Magnitude kvarðanum. Áður var notast við Richterskvarða sem er eiginlega úreltur því hann mælir illa stærri skjálfta en kvarðarnir liggja nánast samhliða í minni skjálftum. Stærsti skjálftinn sem orðið hefur á Íslandi var M 7,1 (árið 1784) en sá stærsti í heiminum var M 9,5 í Chile árið 1960. YTRI OG INNRI ÖFL Ræðum saman Hvaða jarðskjálftum hefur þú heyrt af? Hvað gerist í rofi? Hvað veldur eldgosum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=