Náttúrulega 3

128 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Ólíkar kenningar eru um endalok risaeðlanna og miðlífsaldar. Talið er að kólnað hafi hratt eftir að smástirni hafi hrapað á jörðina sem varð til þess að margar tegundir lífvera dóu út. Nýlífsöld (65 milljón ár til dagsins í dag) Eftir fjöldaútdauða tegunda (bæði dýra og plantna) sem markar enda miðlífsaldar tók lífið við sér aftur og var lítill munur á gróðurfari eftir landsvæðum og heimsálfum. Talsvert var um jarðskorpuhreyfingar og við það urðu til stórir fjallgarðar þegar flekar rákust saman og krumpuðust eins og harmóníka, s.s Alparnir, Himalayafjöllin og Klettafjöllin. Talsvert var um að nýjar tegundir kæmu fram á meðan aðrar dóu út og urðu gríðarlegar breytingar bæði á flóru og fánu jarðarinnar. Spendýr náðu mikilli útbreiðslu og er talið að fyrsti forfaðir prímata, og þar með mannkyns síðar meir, hafi komið fram fyrir um 7 milljónum ára. Spendýrin voru komin fram á miðlífsöldinni en þau voru frekar lítil, frekar gáfuð og höfðu vit á að fela sig á nóttunni þar sem þau voru vinsæll réttur á matseðli risaeðlanna. Talið er að smástirnið eða loftsteinninn hafi verið um 14 kílómetrar í þvermál og hafi valdið miklum flóðbylgjum með ölduhæð á milli eins og tveggja kílómetra. Upphafs- og frumlífsöld Veldu þér tvö eða fleiri vistkerfi (manngert tún, skóg, fjöru, votlendi eða annað). Heldur þú að skordýr á þessum svæðum séu eins eða ólík? Farðu í könnunarferð á svæðið og kannaðu pöddulífið. Hægt er að safna pöddum til að skoða seinna í smásjá eða taka myndir. Berið saman skordýrin sem þið funduð á þessum tveimur stöðum. Voru sum, öll eða engin þeirra eins? LÍF EFTIR AÐSTÆÐUM TILRAUN

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=