Náttúrulega 3

11 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Ánamaðkar og blóðsugur eru dæmi um liðorma. Eins og sjá má á myndinni er líkami þeirra liðskiptur. Liðormar eru eins og nafnið gefur til kynna með liðskiptan líkama. Þessir ormar lifa ýmist í jarðvegi eða vatni og sumir þeirra eru sníklar. Ánamaðkar eru hópur liðorma sem margir kannast við en þeir lifa í jarðveginum og oft má rekast á þá á gangstéttum þegar blautt er í veðri. Ánamaðkar flýta fyrir niðurbroti lífrænna efna og bæta jarðveginn með næringarríkum skít og með því að grafa göng sem hleypir súrefni í jarðveginn. Af hverju fara ánamaðkar upp úr moldinni þegar rignir? Kannski eru ánamaðkar hræddir við að drukkna? Ánamaðkar anda með húðinni en ekki lungum eins og við. Þegar það rignir verður moldin svo blaut að erfitt er fyrir þá að ná í súrefni. að ánamaðkar eru tvíkynja? Þeir mynda bæði sæði og egg og skiptast á sæði við aðra ánamaðka þegar þeir fjölga sér. Vissir þú?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=