127 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Fornlífsöld (545–250 milljón ár) Þegar byrjaði að hlýna eftir síðasta kuldaskeið fornlífsaldar lækkaði yfirborð sjávar vegna veðurfarsbreytinga og við það mynduðust stór höf. Vegna þess fjölgaði lífverum á jörðinni og er talið að þær hafi allar lifað í sjónum. Um mitt tímabilið fóru plöntur og dýr að færast upp á land. Fyrstu lífverurnar á landi voru plöntur en fljótlega tóku dýrin að elta matinn upp á land. Talið er að þetta hafi verið dýr sem sennilega voru skyld sporðdrekum og þúsundfætlum. Seinni hluta fornlífsaldar komu hryggdýr fram á landi en það voru dýr sem eru skyld froskdýrum nútímans. Undir lok fornlífsaldar var einnig mikið um skriðdýr. Á þessum tíma varð mikil þróun lífvera sem voru bæði fleiri og þróaðri en áður. Við lok fornlífsaldar urðu miklar breytingar á loftslagi sem urðu til þess að einungis um 10% lífvera lifðu af. Miðlífsöld (250–65 milljón ár) Miðlífsöld er gjarnan þekkt sem risaeðlutímabilið þar sem þær komu fram á miðlífsöld. Þar sem fáar lífverur lifðu af lok fornlífsaldar urðu talsverðar breytingar á bæði flóru og fánu jarðarinnar. Mikið var um eðlur en meðal annars hafa fundist fiskeðlur, flugeðlur og risaeðlur. Þær síðastnefndu voru stærstar allra dýra sem lifðu á landi. Á miðlífsöld þróuðust einnig skjaldbökur og krókódílar sem hafa ekki tekið miklum breytingum síðan ef marka má steingervinga. Fornlífsöld Miðlífsöld Nýlífsöld
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=