Náttúrulega 3

126 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Upphafs- og frumlífsöld (4600 milljón ár–545 milljón ár) Upphafs- og frumlífsöld er einnig þekkt sem forkambríum. Talið er að fyrstu lífverurnar hafi myndast í sjó. Þeir steingervingar sem hafa fundist eru af litlum einföldum lífverum sem líkjast gerlum og bakteríum. Á þessu tímabili skiptust á hita- og kuldaskeið sem hafði áhrif á þær lífverur sem voru uppi á þeim tíma. Undir lok frumlífsaldar var kuldaskeið en endalok þess markar upphaf fornlífsaldar. Lífverurnar sem urðu til á þessum tíma voru litlar og lítið þróaðar. Á fyrri hluta fornlífsaldar var andrúmsloft jarðar baneitrað með mikið magn af koltvísýringi en ekkert súrefni. Á seinni hluta frumlífsaldar tók súrefni að myndast í andrúmslofti jarðar. Ástæðan var að fyrstu lífverurnar sem voru mjög einfaldar framleiddu súrefni með ljóstillífun til að lifa. Þetta ferli varð síðan til þess að aðstæður sköpuðust fyrir myndun flóknari lífvera. Í framhaldinu varð mikil og hröð fjölgun lífvera á jörðinni. Fyrir um 3.200 milljónum ára komu fyrst fram blágrænbakteríur sem kallast strómatólítar. Þeir stunduðu ljóstillífun og breyttu andrúmslofti jarðar á þann veg að flóknari lífverur gátu þróast. Strómatólítar voru orðnir mjög útbreiddir fyrir u.þ.b. 2500 milljónum ára. Þeir finnast enn þann dag í dag, eru lítið breyttir og lifa eins og þeir gerðu áður fyrr en þeir byggja upp hrauka í sjónum. Þeir finnast t.d. í Hamelin Pool í Ástralíu. STRÓMATÓLÍTAR HEILAPÚL Upphafs- og frumlífsöld

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=