125 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Hægt er að bera steingervinga og eiginleika þeirra saman við lífverur sem lifa á jörðinni í dag og fá vísbendingar um það hitastig og loftslag sem var á tilteknum svæðum á þeim tíma sem lífveran lifði. Skeljar eða steingervingar af sjávarlífverum inni í miðju landi gefa vísbendingar um að landsvæði hafi áður verið undir sjó. Steingervingar hafa gefið vísindamönnum vísbendingar um líf á jörðinni allt frá myndun lífs. Fornleifafræðingar vinna við að grafa upp og rannsaka gamlar minjar. Jörðin myndast Upphafsöld Frumlífsöld Fornlífsöld, miðlífsöld og nýlífsöld Saga Jarðar í 12 klukkustundum MANNFÓLK 0,2m. ÁR RISAEÐLUR 230m. ÁR PLÖNTUR Á LANDI 670m. ÁR DÝR 760m. ÁR ÖRVERUR 4,000m. ÁR TÍMI LÍFVERA LÍFTÍMI
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=