Náttúrulega 3

124 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Hægt er að sjá litamun á jarðlögum og hvort um sé að ræða setlag eða hraunlag og geta jarðvísindamenn oft greint hvaðan jarðlögin koma. Steingervingar veita vísindamönnum líka upplýsingar um hvað gerðist fyrir tíma mannsins og sögulegra heimilda. Leifar og afsteypur lífvera má finna víða í jarðlögum og hafa þessar leifar varðveist í þúsundir og jafnvel milljónir ára. Steingervingar verða til þegar hlutar lífverunnar, t.d. bein eða laufblöð verða að steini og geyma þannig upplýsingar um lífveruna. Steingervingar geta meðal annars sýnt útlínur og byggingu lífverunnar, spor eða beinabyggingu. Steingervingafræðingar hafa sérhæft sig í að skoða steingervinga og lesa úr þeim upplýsingar. Úr þeim fást upplýsingar um hvar lífveran bjó, hvernig hún nærðist og hversu stór hún var.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=