Náttúrulega 3

123 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Jarðskorpan er ekki heil, yst er hún samsett úr mörgum brotum sem kallast jarðskorpuflekar. Þeir þekja yfirborð jarðarinnar eins og skurn á eggi en eru á stöðugri hreyfingu. Á Íslandi eru flekaskil sem þýðir að flekarnir eru að fjarlægjast hvor annan, þ.e. Evrasíuflekinn og Norður-Ameríkuflekinn. Þeir færast um 2 sentimetra á ári sem veldur jarðskjálftum og eldgosum þar sem bráðin kvika nær að komast upp á yfirborðið gegnum sprungurnar í skorpunni. Þar sem flekarnir sem Ísland situr á færast í sundur rekast flekarnir 2 á aðra fleka á öðrum svæðum sem veldur einnig breytingum. Færsla flekanna er vel sýnileg, t.d. á Reykjanesi og Þingvöllum. Brú milli heimsálfa á Reykjanesi. Yfirborð jarðar breytist með tímanum, jarðskorpuflekarnir hreyfast, eldfjöll gjósa, hraun flæðir og setlög myndast, t.d. sandur á ströndu, möl í árfarvegi og foksandur í eyðimörk. Þegar allt þetta kemur saman myndast svokölluð jarðlög. Yngri jarðlög leggjast ofan á þau eldri og hægt er að sjá mismunandi jarðlög í fjöllum og giljum. Jarðfræðingar geta greint mismunandi jarðlög og rakið til ákveðinna jarðsögutímabila og með þessum rannsóknaraðferðum er hægt að áætla úr hvaða eldgosi eitthvert hraunlag kom eða á hvaða strönd sandlag myndaðist.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=