Náttúrulega 3

122 Náttúrulega 3 │ 5. kafli Innri kjarni er úr járni og nikkel og er fastur vegna þess að gríðarlegur þrýstingur er inni í miðju jarðar. Ytri kjarni er úr járni og nikkel en líka kísli, súrefni og brennisteini. Hann er bráðinn því mjög heitt er í kjarnanum en þrýstingur er ekki nægilegur til að halda honum föstum. Ytri kjarninn myndar segulsvið jarðar sem kemur meðal annars að gagni við notkun áttavita. Möttull er langstærsti hluti jarðarinnar og er úr bergi. Hitastig möttulsins er breytilegt. Eftir því sem farið er dýpra í möttulinn eykst hitastigið en einnig rís heitt berg ofar í honum þar sem eru heitir reitir. Slíkur heitur reitur er við Ísland. Í efri hluta möttulsins er hitastigið um 500–900 °C en neðst er hitinn nær 4000 °C. Jarðskorpan er ysta lag jarðarinnar. Skorpan er misþykk eftir svæðum og er hún frá 5 km til um 40 km þykk að meðaltali. Þykkust er hún í Himalayafjöllunum en þar er jarðskorpan um 70 kílómetrar sem er um það bil vegalengdin frá Akureyri til Húsavíkur. Jarðskorpuflekunum má líkja við eggjaskurn. Litlar einingar sem raðast í eina heild. Þá er eggjahvítan eins og möttullinn og eggjarauðan kjarninn. Jarðskorpuflekar þekja yfirborð Jarðar og Ísland er á mörkum tveggja fleka.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=