121 Náttúrulega 3 │ 5. kafli SAGA JARÐAR Við myndun jarðar er talið að hún hafi fyrst verið einungis úr bráðnu bergi en eftir því sem hún kólnaði storknaði ysta lagið og varð að jarðskorpu sem myndaði land með tímanum. Vatnsgufan sem fylgdi gosefnunum upp úr jörðinni þéttist með tímanum og myndaði vatn og sjó. Talið er að jörðin sé um 4600 milljón ára gömul og skiptist hún í innri kjarna, ytri kjarna, möttul og jarðskorpu. Ræðum saman Hvernig er jörðin samsett? Hvernig sjást jarðlög? Hvernig verða steingervingar til? Kjarni Möttull Innri kjarni Ytri kjarni Jarðskorpa
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=