Náttúrulega 3

119 Náttúrulega 3 │ 4. kafli SAMANTEKT • Í lofthjúpnum eru gróðurhúsalofttegundir sem hleypa sólargeislum inn í lofthjúpinn en hindra að þeir komist út aftur. • Frá iðnbyltingu hefur magn gróðurhúsalofttegunda aukist mikið í andrúmsloftinu vegna losunar fólks á þeim. Þessi aukning veldur því að jörðin er að hlýna. • Aukningin er að miklu leyti til komin vegna brennslu á jarðefnaeldsneyti, þ.e. olíu, kolum og gasi. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar af mannavöldum eru koltvíoxíð, metan og glaðloft. • Kolefnisspor segir til um hve mikið einstaklingar og fyrirtæki losa af koltvíoxíði. • Aukið magn koltvíoxíðs í hafinu hækkar sýrustig þess og í því sambandi er talað um súrnun sjávar. Lífverur sem mynda kalk eins og kóraldýr og skeldýr eru mjög viðkvæm fyrir þessari breytingu. Gróðurhúsaáhrif • Loftslag er ríkjandi veðurfar á ákveðnu svæði í langan tíma. • Loftslag jarðar er að breytast vegna aukins magns gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu. • Meðalhitastig er að hækka, jöklar eru að bráðna ásamt því að meiri öfgar eru í veðurfari, t.d. hitabylgjur og fellibyljir. • Þessi losun gróðurhúsalofttegunda á sér engin landamæri. Losun á einum stað hefur áhrif um alla jörðina. Loftslagsbreytingar • Sameinuðu þjóðirnar hafa gert með sér Parísarsáttmálann en markmiðið með honum er að stemma stigu við hlýnun jarðar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda umtalsvert í heiminum. • Aukið magn koltvíoxíðs í hafinu hækkar sýrustig hafsins og í því sambandi er talað um súrnun sjávar. • Við þurfum að hugsa margt upp á nýtt og tileinka okkur hringrásarhagkerfi. Í því samhengi er markmiðið að framleiða minna, koma hlutum í not og gæta þess að lítið sem ekkert af auðlindum verði að úrgangi. Geta til aðgerða

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=