Náttúrulega 3

118 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Búsvæði villtra dýra eru oft eyðilögð í þeim tilgangi að búa til beitiland fyrir húsdýr sem við borðum. Meira landsvæði þarf til að framleiða kjöt heldur en fæðu úr plönturíkinu. Þegar flogið er yfir landsvæði sjást greinilega stór manngerð svæði, þ.e borgir, bæir, vegir og akrar. Greta Thunberg er sænskur aðgerðasinni í umhverfismálum. Hún var orðin langþreytt á að stjórnmálamenn og aðrir leiðtogar í heiminum tækju loftslagsmál ekki nægilega alvarlega. Hún vissi vel að tíminn er að renna frá okkur og tók því til sinna ráða. Þegar hún var 15 ára gömul byrjaði hún að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í loftlagsmálum. Fólk um allan heim slóst í för með henni og Greta hélt ræður víða um heim. Hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir framlag sitt til loftlagsmála og vakið marga til umhugsunar. GRETA THUNBERG HEILAPÚL

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=