Náttúrulega 3

10 Náttúrulega 3 │ 1. kafli ORMAR Litlir, langir, mjóir og slímugir eru lýsingarorð sem gjarnan má nota um orma þó fæstir ormar framleiði reyndar slím. Ormar eru þó ekki allir sömu gerðar og teljast til a.m.k. fjögurra ólíkra fylkinga: Flatorma, ranaorma, þráðorma og liðorma. Í hverri fylkingu eru síðan fjölmargar tegundir. Ormar lifa ýmist í vatni, jarðvegi eða sem sníklar á öðrum dýrum og þeir gegna oft mikil- vægu hlutverki í vistkerfum. Flatormar hafa flatan líkama eins og heitið gefur til kynna. Flestir eru sníklar en einhverjir lifa í vatni. Bandormar eru dæmi um hóp flatorma en þeir eru sníklar. Þeir festa sig í meltingarfæri dýra og sjúga í sig næringu, geta valdið dýrinu miklum óþægindum og geta einnig valdið sjúkdómum. Sullaveiki sem var algeng hér áður fyrr er dæmi um slíkan sjúkdóm. Lirfur bandormanna mynduðu vökvafylltar blöðrur í líkömum fólks. Þetta getur valdið mjög alvarlegum veikindum. Ranaormar er fylking dýra sem er stundum kölluð línuormar á íslensku. Þessari fylkingu tilheyra langir, þunnir línuormar sem lifa yfirleitt í sjónum. Þeir hafa einfalt meltingarkerfi, eru óliðskiptir og hafa rana eins og nafnið gefur til kynna. Þeir eru einnig þekktir fyrir fjölbreytileika í lit og lögun. Þráðormar eru langir, þráðlaga, yfirleitt smáir og næstum gegnsæir ormar. Sumir þeirra lifa í jarðvegi og eru oft mikilvægir sundrendur sem eiga þátt í að dreifa næringarríkum efnum í náttúrunni. Margir þráðormar eru þó sníklar. Flestir hafa heyrt um njálg sem getur fundist í fólki og þá sérstaklega börnum og einnig spóluorm sem finnst í ýmsum dýrum, til dæmis hundum og köttum. Áður fyrr barst bandormurinn gjarna í manneskjur með hundum. Bandormurinn olli sullaveiki sem fólk gat látist af. Langt er síðan sullaveiki greindist síðast á Íslandi. Njálgur er sníkjuþráðormur sem finnst oft hjá fólki, sérstaklega börnum. Helstu einkenni eru kláði við endaþarm.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=