117 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Matur úr plönturíkinu hefur almennt minna kolefnisspor en matur úr dýraríkinu. Ástæðan fyrir því er að því ofar sem farið er í fæðukeðjuna tapast meiri orka. Þar sem dýr brenna þeirri fæðu sem þau éta fer aðeins 10% orkunnar frá einum neytenda til þess næsta fyrir ofan. Neðst í fæðukeðjunni eru frumframleiðendur, þ.e. plöntur sem ljóstillífa. Þar fyrir ofan eru fyrsta stigs neytendur sem nærast á plöntum. Næst þar fyrir ofan eru þriðja stigs neytendur, svo fjórða stigs og svo koll af kolli. Út frá umhverfissjónarmiðum er best að borða sem mest af því sem er neðst í orkupíramídanum. En höfum í huga að við þurfum að fá öll þau næringarefni sem mannslíkaminn þarf á að halda. Örn Kanína Orka frá sólu Frumframleiðendur 10.000 kaloríur Orkutap Fyrsta stigs neytandi 1.000 kaloríur Annars stigs neytandi 100 kaloríur Orkutap ORKUPÍRAMÍDINN HEILAPÚL
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=