115 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Matur Minni orka og vatn fer í framleiðslu á mat. Allir þurfa að borða og er matvælaframleiðsla því bæði mikilvæg og nauðsynleg fyrir jarðarbúa. Samt sem áður getum við nýtt betur það sem framleitt er, framleitt meira af umhverfisvænni matvöru og minna af mat sem skilur eftir sig stærra kolefnisspor. Matarsóun er stórt vandamál og talið er að þriðjungi matvæla sé hent. Þetta á sér stað ýmist í framleiðsluferlinu, verslunum eða á heimilum. Matur sem endar í ruslinu gæti dugað til að fæða milljarða en því miður endar hann ekki þar sem þörf er á honum. Það gefur augaleið að hér er heldur betur svigrúm til að minnka kolefnissporið. Framleiðsla á matvöru er orkufrek og síðan myndast metangas þegar maturinn rotnar við urðun. Metan er margfalt sterkari gróðurhúsalofttegund en koltvíoxíð og því mikilvægt að vinna að lausn á þessu vandamáli. Hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir sóun? Mikilvægt er að passa að auðlindir verði ekki að úrgangi. Sem dæmi ætti ekki að henda roði, beinum og innyflum fiska sem hafa verið veiddir og borða einungis hluta hans. Mikilvægt er að nýta alla hluta allra matvæla. Ef verslanir panta of mikinn mat til að standast kröfur neytenda eru líkur á að framboðið verði of mikið og matur endi í ruslinu. Skipuleggja matarinnkaup og vera meðvituð um hvað er til og nýta allt áður en það skemmist. Minni skammtastærðir. Borða afgangana og elda úr því sem er til. Frysta matvöru sem hægt er að nýta seinna. Og fleira! Ýmsir hlutar fisksins hafa verið nýttir í annað en mat. Á Íslandi hefur roð af fiskum t.d. verið notað í tískuvörur og í kápur bóka.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=