Náttúrulega 3

110 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Förgun Að farga einhverju er hálfgert neyðarúrræði og í raun ættu engar framleiðsluvörur að enda hér. Staðreyndin er samt sú að ofboðslega mikið af rusli endar í förgun þar sem það er annaðhvort urðað, þ.e. grafið í jörðu eða brennt. Þessar aðgerðir eru mjög mengandi fyrir umhverfið og við brennslu losnar mikið af gróðurhúsalofttegundum. Mikil sóun felst í að auðlindir endi í þessu ferli. Talið er að 8–10% af losun gróðurhúsalofttegunda komi frá textíliðnaði. Fatnaður, teppi, sófar og fleira flokkast undir textíl. Hver Íslendingur losar sig við um 20 kg af textíl á ári sem er talsvert meira en annars staðar í Evrópu. Mikið af þessu endar hjá Rauða krossinum sem kemur varningnum í endurnotkun eða endurvinnslu en allt of mikið magn er urðað. Erfitt getur verið að ímynda sér magnið af því rusli sem ekki er endurnýtt. Sífellt er leitað að nýjum stöðum til að koma öllu þessu rusli fyrir og augljóst að þetta er ekki lausn til lengri tíma. Hvað ef það er ekki hægt. Hvað get ég gert ef ekki er hægt að endurnýta, endurframleiða eða endurvinna hlutinn sem ég þarf að losna við? Ég get dregið úr kaupum á hlutum sem ekki er hægt að endurvinna. Oft er bara engin önnur leið til að losna við hlutinn en að henda honum beint í ruslið.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=