109 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Endurvinna Þegar allt annað hefur verið reynt og hvergi er hægt að koma hlutnum eða hluta hans í not er næsta skref að setja hann í endurvinnsluna. Þar eru hlutirnir flokkaðir eftir efnum og eitthvað nýtt búið til úr þeim. Þetta er ekki eins góður kostur og það sem talið var upp á undan því oft verða endurunnu hlutirnir ekki eins góðir og þeir upprunalegu og til að umbreyta þeim er ekki komist hjá því að nota orku. Mjög mismunandi er hversu auðveld efni eru til endurvinnslu en sum er mjög erfitt að endurvinna. Eitt af þeim efnum sem hefur gengið vel að endurvinna er ál. Minni orku þarf til að endurvinna ál en að framleiða nýtt. Hráefni Hannað Endurunnið Framleitt Selt Notað Safnað Endurnotað og gert við Hringrásarhagkerfi
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=