108 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Deila Hugmyndafræðin að deila gengur út á að samnýta eitthvað. Með því að taka strætó tökum við þátt í deilihagkerfi. Í stað þess að vera með einkabíl sem ein eða fáar manneskjur nota í skamman tíma nota margir sama strætisvagninn. Ýmis fyrirtæki reka leigur þar sem hægt er að leigja vörur sem nota á í stuttan tíma, s.s. bækur, fatnað, hjól, hlauphjól, verkfæri, barnavörur svo dæmi séu tekin. Með þessu móti minnkar framleiðslan og losun gróðurhúsalofttegunda verður minni. Gera við Hér áður fyrr var meira um viðgerðir á hlutum en í dag er þeim frekar hent eða nýir keyptir. Hluti af vandanum er framleiðandans, það er erfitt og óhagkvæmt að gera við hlutina og þeir eru gerðir til að endast stutt. Hluti af vandanum er neytandans, margir vilja frekar kaupa nýrri og „betri“ útgáfu af hlutnum fremur en að nýta að fullu það sem þeir eiga. Endurnota Best er að nota hluti sem þegar eru til í óbreyttu formi. Í stað þess að kaupa nýtt mætti athuga hvort það sem vantar sé til notað og spara bæði kolefnisspor og peninga. Á sama hátt er gott að koma hlutum sem ekki er verið að nota í not annars staðar. Internetið og loppumarkaðir eru dæmi um leiðir til að hlutir eignist áframhaldandi líf hjá nýjum eigendum. Eins ætti að varast einnota vörur og borðbúnað, flöskur og fleira ætti að vera hægt að nota aftur og aftur. Endurframleiða Að síðustu er hægt að endurframleiða hluti þannig að þeir séu sem líkastir því formi sem þeir voru fyrst framleiddir í. Hluturinn nýtist best ef lítið þarf að breyta honum til að framleiða nýjan. Til dæmis er hægt að nýta þá hluti sem eru í lagi í raftækjum til að búa til ný sams konar raftæki. Bókasöfn eru dæmi um deilihagkerfi. Flestir eru duglegir að láta gera við bílinn sinn. En það þyrfti að vera hægt að gera líka við minni og ódýrari hluti. Hægt er að versla notaðar vörur og föt víða, m.a. í verslunum Rauða krossins. Oft er hægt að gefa hlutum nýtt líf eða nýjan tilgang eftir hefðbundin not.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=