Náttúrulega 3

9 Náttúrulega 3 │ 1. kafli og flest dýr, t.d. mannskepnan. Þetta þýðir að í stað þess að skynjun eigi sér aðallega stað í framenda dýrs, þ.e. höfði, eins og hjá flestum dýrum skynja holdýr umhverfið jafnvel frá öllum hliðum. Þetta hentar botnföstum dýrum vel og einnig dýrum sem fljóta í sjónum. Marglyttur eru ein þekktasta gerð holdýra og þær eru til í mörgum stærðum og gerðum. Þær byrja lífsferilinn botnfastar en umbreytast svo í hveljur en það er nokkuð algengt meðal holdýra. Marglyttur hafa tvö frumulög, þ.e. útlag og frumulag. Í útlaginu eru skynfrumur sem skynja það sem er að gerast í umhverfinu og stingfrumur sem drepa bráðina. Frumulagið umlykur meltingarveginn. Marglyttur, eins og önnur holdýr, hafa aðeins eitt meltingarop þannig að fæða og úrgangur fara inn og út um sama opið. MAGNAÐAR MARGLYTTUR HEILAPÚL að það er ekki ráðlegt að snerta holdýr með berum höndum? Vissir þú? Í skárri tilfellum getur eitur holdýra valdið miklum sviða en í verstu tilfellum geta holdýr jafnvel drepið dýr á stærð við manneskjur. Lífsferill marglyttu Lirfa Sepi Sepi Marglytta Unghvelja Geislótt samhverfa.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=