Náttúrulega 3

106 Náttúrulega 3 │ 4. kafli sáttmálann) þar sem markmiðið var að stemma stigu við loftlagsvandanum og halda hlýnun jarðar vel undir 2 gráðum frá upphafi iðnbyltingar. Einnig á að leitast við af fremsta megni að halda hlýnun undir 1,5 gráðu. Hlýnun jarðar hefur þegar náð um 1 gráðu og því er nauðsynlegt að gera stórtækar breytingar á stuttum tíma til að þetta markmið náist. Hvert og eitt ríki hefur sett sér markmið sem segja til um hve mikið draga á úr losun gróðurhúsalofttegunda til ársins 2030. Ríki geta notað ólíkar aðgerðir á ólíkum sviðum sem saman vinna að sama heildarmarkmiði. Einnig hafa verið sett markmið varðandi kolefnisbindingu. Losun gróðurhúsalofttegunda eykst enn ár frá ári og mikilvægt er að snúa þeirri þróun við eins fljótt og hægt er. Þó um sé að ræða stórt verkefni er það alls ekki óframkvæmanlegt. Okkur tókst að bjarga ósonlaginu. Við getum líka gert þetta. Allir þurfa að vinna saman að markmiðunum, vera með áætlun um hvernig eigi að ná þeim og fylgja áætluninni. Sameinuðu þjóðirnar, stjórnvöld, fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar þurfa öll að leggjast á eitt til að vinna á vandanum. Hvað getum við gert? Í náttúrunni er mikið af náttúrulegum hringrásum þar sem stöðug endurnýjun á sér stað og enginn sérstakur úrgangur verður til heldur nýtist allt í einhverjum hluta náttúrunnar. Úrgangur frá einni lífveru verður næring fyrir aðra. Mannfólk hefur þó tekið upp á því að nota meira af auðlindum jarðar og henda þeim eftir notkun eða jafnvel í miðri notkun. Slíkt ferli, þar sem hlutur er notaður og síðan hent, kallast línulegt hagkerfi. Hvað getum við og skólinn okkar gert í umhverfismálum?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=