103 Náttúrulega 3 │ 4. kafli GETA TIL AÐGERÐA Ræðum saman Skiptir máli hvað hver og einn einstaklingur gerir? Er erfitt að hugsa sér að breyta núverandi neyslu? Hvað þurfa stjórnvöld að gera? Jörðin er eini þekkti staðurinn sem uppfyllir allar grunnþarfirnar til að viðhalda lífi. Hér er mátulega heitt, við getum dregið andann og höfum aðgang að vatni og næringu. Það gefur því augaleið að mikilvægt er að lífsskilyrði haldist góð fyrir okkur og komandi kynslóðir. Við höfum engan annan stað til að fara til eða búa á. Eins og staðan er í dag er gengið alltof hart að auðlindum jarðar. Auðlindir eru af tveimur gerðum, þ.e. endurnýjanlegar og óendurnýjanlegar. Endurnýjanlegar auðlindir eru þær sem endurnýjast til jafns við notkun á þeim, m.a. vind- og sólarorka. Óendurnýjanlegar auðlindir hafa ekki undan að endurnýjast í samanburði við notkun á þeim, m.a. olía og kol.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=