Náttúrulega 3

101 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Ein skýrasta birtingarmynd þessarar hlýnunar er bráðnun jökla síðustu áratugi. Á hverju ári bráðna jöklar og stefnir í að áframhald verði á því. Ein afleiðingin er að yfirborð sjávar hækkar. Víða í heiminum eru byggð svæði sem liggja við sjávarmál og hætta er á að þau svæði munu fara á kaf í sjó með tímanum. Um er að ræða hin ýmsu strandsvæði en mikið hefur verið byggt í námunda við hafið og hætta er á að heilu hverfin, bæirnir og jafnvel borgirnar sökkvi. Við bráðnun jökla blandast mikið ferskvatn í hafið sem getur haft mikil áhrif á Golfstrauminn en hann á uppruna sinn í hlýjum sjó við Mexíkó. Hann er ástæðan fyrir því að jafn hlýtt er á Íslandi og raun ber vitni. Við þessar breytingar á Golfstraumnum getur farið svo að veðurfar verði harðara og kaldara á norðurhveli jarðar, þar á meðal á Íslandi. Vaxandi öfgar í veðurfari eru farnar að koma í ljós og eru afleiðingar af loftlagsbreytingum. Á norðurslóðum þar sem næg úrkoma hefur verið í gegnum tíðina eru merki um aukna úrkomu en á öðrum svæðum á jörðinni eru öfgafullar hitabylgjur á sumrin og hvert hitametið á fætur öðru er slegið. Hitabylgjurnar eru bæði heitari og standa lengur yfir ásamt því að þurrkar eru tíðari með tilheyrandi uppskerubresti. Vegna hlýnunar sjávar geta stormar orðið margfalt öflugri og meira er um fellybylji og hvirfilbylji. Mikið tjón hefur orðið af völdum þeirra til dæmis í Bandaríkjunum, Afríku og Asíu en leifar af fellibyljum hafa skilað sér á fleiri svæði, m.a. til Íslands. Enn ein afleiðing af öfgum í veðurfari er aukning á flóðum og skriðuföllum en mikið tjón hefur skapast vegna þessa um allan heim. Afleiðingarnar af öllum þessum náttúruhamförum eru miklar. Til viðbótar við uppskerubrest, eignatjón og eyðileggingu vistkerfa hafa lífverur slasast, veikst og jafnvel dáið. Þetta á við um menn eins og aðrar lífverur á jörðinni. Ok í september 1986 og ágúst 2019. Ok er ekki lengur skilgreint sem jökull.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=