Náttúrulega 3

100 Náttúrulega 3 │ 4. kafli LOFTSLAGSBREYTINGAR Ræðum saman Hvað er loftslag? Skiptir hlýnun jarðar um 1 °C einhverju máli? Hvað gerist ef allir jöklarnir bráðna? Loftslag er það veðurfar sem er ríkjandi á ákveðnu svæði yfir lengri tíma, hvort sem um er að ræða hita, úrkomu eða loftþrýsting. Þó veðurfar geti breyst frá degi til dags vitum við að sennilegast er að munur sé á loftslagi á Íslandi og í Ástralíu svo dæmi sé tekið. Loftslag breytist ekki eins skjótt og veðrið en við getum séð loftslagið breytast yfir lengri tíma með því að skoða meðaltöl yfir marga áratugi. Núna sjáum við fram á loftlagsbreytingar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa og hefur heildarhitastig jarðar aukist um eina gráðu á síðastliðnum hundrað árum. Þó svo þetta virðist ekki vera stórvægilegt er samt sem áður um mikla breytingu að ræða þegar mið er tekið af hvað stuttan tíma í jarðsögunni er um að ræða.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=