Náttúrulega 3

99 Náttúrulega 3 │ 4. kafli Ósonlagið er þunnt lag af lofttegund sem kallast óson (O3). Ósonlagið er í heiðhvolfinu u.þ.b. 20–30 km. frá jörðu og síar út stóran hluta af skaðlegum geislum sólarinnar og ver þannig lífríkið fyrir þeim. Ýmis efni sem fólk notaði hér áður fyrr eyddu ósonlaginu og stefndi í að það myndi hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir lífið á jörðinni. Þynning ósonlagsins og gat sem hafði myndast í því yfir Suðurskautinu, olli gríðarlegum áhyggjum. Á síðari hluta síðustu aldar voru tekin stór skref í að vernda ósonlagið og notkun ýmissa ósoneyðandi efna var takmörkuð og önnur bönnuð. Eitt af þessum efnum var freon en talið er að það hafi verið ein stærsta ástæðan fyrir eyðingu ósonlagsins. Freon var notað í miklu magni í ýmis kælitæki, t.d. ísskápa, en í dag eru minna skaðleg efni notuð í sama tilgangi. Freon er ekki bara ósoneyðandi efni heldur er það líka gróðurhúsalofttegund svo til mikils var að vinna þegar notkun þess var bönnuð. Nú þegar þessi ósoneyðandi efni hafa verið bönnuð er ósonlagið smám saman að styrkjast. Það mun taka tíma en vísindafólk áætlar að það muni ná fyrri styrk fyrir árið 2045 á flestum svæðum jarðar. En það mun taka lengri tíma yfir Suðurskautinu þar sem eyðingin var mest þar. Verndun ósonlagsins er gott dæmi um hvað hægt er að gera þegar fólk tekur höndum saman og vinnur að lausnum á vandamálum. ÓSONLAGIÐ HEILAPÚL ósonlagið Sumir halda að eyðing ósonlagsins sé eitthvað tengd gróðurhúsaáhrifunum en þetta eru tvö aðskilin fyrirbæri!

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=