Náttúrulega 3

98 Náttúrulega 3 │ 4. kafli KOLEFNISSPOR Þegar áhrif mannsins á náttúruna vegna aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda eru skoðuð er gjarna talað um kolefnisspor. Kolefnisspor einstaklings segir til um hversu mikið koltvíoxíð einstaklingurinn losar út í andrúmsloftið. Ýmislegt hefur áhrif á þetta, t.d. samgöngumáti, mataræði, húsnæði og aðrar neysluvenjur. Ýmsar reiknivélar eru til þar sem velja má ákveðnar forsendur til að fá hugmynd um sitt kolefnisspor og ráðleggingar um hvernig megi minnka það. Á Íslandi losar hver íbúi um 14 tonn af koltvíoxíði út í andrúmsloftið árlega og erum við Íslendingar því í hópi þeirra þjóða sem losa hvað mest af koltvíoxíð út í andrúmsloftið. Ein ástæðan fyrir þessu er að Ísland er eyja og því treysta íbúar meira á innflutning á vörum en mörg önnur ríki. Hér má sjá kolefnisspor Íslendinga og annarra þjóða í tonnum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=