Náttúrulega 3

8 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SVAMPAR Svampar eru einfaldastir allra fjölfruma dýra og bera marga frumstæða eiginleika. Þeir eru taldir elsta fjölfruma dýr jarðarinnar og lifa í vatni, oftast sjó. Svampar eru ólíkir öllum öðrum dýrum og töldu náttúrufræðingar fyrst að þeir tilheyrðu plönturíki vegna útlits þeirra. Þessi sérkennilegu dýr hafa ekki munn eins og önnur fjölfruma dýr heldur eru þau með ótal smá göt um líkamann sem þau nota til að sía vatnið í gegnum sig. Í vatnsstraumum eru afar smáar lífverur og aðrar lífrænar agnir sem svampdýrin nærast á. Fæðan, ásamt súrefni, fer í holrými í svampinum þar sem frumur dýrsins taka það til sín og skila síðan frá sér koltvoxði og öðrum úrgangsefnum. Svampar eru óvenjuleg dýr að því leyti að þau eru ekki samhverf heldur óregluleg í byggingu. HOLDÝR Holdýr eru næst einfaldasta fylking dýra að því leyti að þau hafa m.a. færri frumugerðir og færri gerðir líffæra en önnur dýr. En þau hafa þó nokkur sérhæfð líffæri og vefi sem svampar hafa ekki. Eins og svampar lifa holdýr oftast í sjó og flokkast þau í botnfasta sepa og hveljur. Margar gerðir holdýra hafa lífsferil sem samanstendur bæði af sepum og hveljum. Þar má nefna margar marglyttur en önnur s.s. kóraldýr og sæfíflar lifa allt sitt líf sem botnfastir separ. Sumar marglyttur lifa hinsvegar allt sitt líf sem hveljur. Holdýr eru þakin eitruðum stingfrumum sem drepa bráðina þegar hún snertir líkama þeirra. Holdýr eru meðal fárra lífvera sem hafa geislótta samhverfu í fleiri tilfellum en tvíhliða samhverfu eins

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=