Náttúrulega 3

NÁTTÚRULEGA 3

Kæri nemandi Allir námsmenn þurfa að temja sér góðar námsvenjur. Hér eru góð ráð sem gætu hjálpað þér við lesturinn. Áður en þú byrjar • Skoðaðu bókina vel, myndir og teikningar. • Lestu efnisyfirlit og kaflaheiti. • Um hvað fjallar bókin? • Hvað veist þú um efnið? Eftir að þú lest • Rifjaðu upp það sem þú last. • Veltu fyrir þér hvað eru aðalatriði og hvaða atriði skipta minna máli. • Hugsaðu um það sem þú hefur lært og tengdu við það sem þú vissir áður. • Reyndu að endursegja textann með eigin orðum. LESTRARRÁÐ Í þessari bók lærið þið: • Um fjölbreytta tegundir dýra, bæði hryggdýr og hryggleysingja. • Hvernig æxlunarkerfi einstaklinga eru ólík og hvernig þau virka, hvernig erfðir virka og að ástin sé alls konar. • Um ólíkar gerðir orku og auðlinda og hvernig rafmagn virkar. • Hvaða áhrif gróðurhúsalofttegundir hafa á Jörðina og hvernig loftslagsbreytingar verða. • Um Jarðfræði og ýmis innri og ytri öfl. Á meðan þú lest • Finndu aðalatriðin. • Skrifaðu hjá þér minnispunkta. • Gott er að gera skýringarmyndir eða hugtakakort. • Spurðu um það sem þú skilur ekki, t.d. orð eða orðasambönd.

NÁTTÚRULEGA 3 Halldóra Lind Guðlaugsdóttir | Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir Myndhöfundur: Krumla

Hvernig getur þú haft áhrif? 4 FJÖLBREYTT FÁNA 6 Hryggleysingar 7 Svampar 8 Holdýr 8 Ormar................... 10 Lindýr 12 Skrápdýr 13 Liðfætlur 14 Hryggdýr 17 Fiskar 18 Skriðdýr 21 Fuglar...................22 Spendýr 27 Samantekt 32 KYNÞROSKI OG ERFÐAFRÆÐI 33 Kyn og kynþroski 34 Æxlunarfæri 38 Æxlunarfæri karla 38 Æxlunarfæri kvenna 41 Kynsjúkdómar 50 Ást er alls konar 52 Af hverju er ég eins og ég er? 55 Samantekt 61 ORKA OG AUÐLINDIR 61 Orkuformin 63 Stöðuorkuformin 64 Hreyfiorkuformin 66 Hvaðan kemur orkan? 69 Virkjanir 70 Óendurnýjanlegir orkugjafar 75 Rafmagn 82 Samantekt 91 HLÝNUN JARÐAR 92 Gróðurhúsaáhrif 93 Kolefnisspor 98 Loftslagsbreytingar 100 Geta til aðgerða 103 Samantekt 119 JARÐFRÆÐILEGA 120 Saga Jarðar 121 Ytri og innri öfl 130 Innri öfl 130 Ytri öfl 138 Samantekt 142 ATRIÐAORÐASKRÁ 143 EFNISYFIRLIT

3 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Kæru nemendur Víða í lífinu munið þið rekast á ýmislegt sem þið eruð ekki sammála eða vitið ekki mikið um en vekur áhuga ykkar. Þegar það gerist skulið þið hafa það hugfast að mennt er máttur. Kynnið ykkur viðfangsefnin og mótið ykkur skoðun. Það er mögulegt að eftir að hafa lesið ykkur til mótist hjá ykkur viðhorf gagnvart viðfangsefninu. Það getur verið varasamt að fylgja í blindni skoðunum annarra og betra að hafa sjálfstæðan vilja og skoðanir. Hafið einnig í huga að það er eðlilegt og heilbrigt að skipta um skoðun þegar þið hafið lesið ykkur til eða þegar nýjar upplýsingar koma fram. Jákvætt og uppbyggilegt samfélag er sameiginlegt verkefni okkar allra. Það þurfa allir að vinna að því markmiði að bæta það sem betur má fara og gera því hátt undir höfði sem vel er gert. Það geta allir haft áhrif á umhverfið sitt. Þegar einhverju er ábótavant er hægt að hafa samband við þá sem ráða einhverju um það í umhverfinu hvort sem það eru þeir sem eru í forsvari fyrir sveitafélög, fyrirtæki eða stofnanir. Það á ekki að hika við að koma skoðunum á framfæri en gæta þarf að kurteisi í samskiptum og málefnalegri framsetningu.

4 Náttúrulega 2 HVERNIG GETUR ÞÚ HAFT ÁHRIF? Sent póst, skrifað grein eða pistil. Óskað eftir fundi með þeim sem taka ákvarðanir. Sagt þína skoðun og borið virðingu fyrir skoðunum annarra.

5 Náttúrulega 2

6 Náttúrulega 3 │ 1. kafli FJÖLBREYTT FÁNA Lífverur sem endurspegla allt dýraríkið Muninn á hryggdýrum og hryggleysingjum Hvernig dýr eru flokkuð og hvers vegna Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ UM:

7 Náttúrulega 3 │ 1. kafli HRYGGLEYSINGJAR Dýrum má skipta í tvo flokka, eftir því hvort þau hafa hrygg eða ekki, og kallast eftir því hryggdýr og hryggleysingjar. Fyrstu dýrin sem þróuðust á jörðinni voru einföld dýr án hryggjar og líktust líklega svömpum. Slík dýr án hryggjar má kalla hryggleysingja. Þau eru fjölbreyttur hópur dýra og reyndar eru hryggleysingjar margfalt stærra samansafn dýra en hryggdýr. Þessi dýr geta verið mjög ólík enda tilheyra þau ekki eiginlegum hópi, heldur margs konar hópum dýra. Þau eiga þó sameiginlegt að vera ekki með hrygg líkt og nafnið gefur til kynna. Sumir hryggleysingjar eru svo sérkennilegir að við fyrstu sýn getur verið erfitt að átta sig á því hvort um sé að ræða plöntu, dýr eða eitthvað allt annað. Þetta eru þó allt dýr og verða þau talin upp hér frá þeim sem hafa verið lengst til í þróunarsögunni til þeirra sem hafa verið skemur. Fjölmargar tegundir hryggleysingja í öllum flokkum lifa á Íslandi og í hafinu umhverfis Ísland. Ræðum saman Hvaðan ætli nafnið hryggleysingjar komi? Eru allir hryggleysingjar dýr? Þekkir þú einhver dýr sem eru hryggleysingjar? Hvenær er lífvera planta og hvenær er hún dýr? Með því að skoða lífveru er mögulegt að sjá hvaða ríki hún tilheyrir. Til þess að flokkast sem planta þarf hún að geta ljóstillífað. Dýr eru oftast á hreyfingu og nærast á öðrum lífverum. Plöntur eru frumframleiðendur sem nærast yfirleitt ekki á öðrum lífverum. Þær eru fastar við jörðina með rótum og ljóstillífa.

8 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SVAMPAR Svampar eru einfaldastir allra fjölfruma dýra og bera marga frumstæða eiginleika. Þeir eru taldir elsta fjölfruma dýr jarðarinnar og lifa í vatni, oftast sjó. Svampar eru ólíkir öllum öðrum dýrum og töldu náttúrufræðingar fyrst að þeir tilheyrðu plönturíki vegna útlits þeirra. Þessi sérkennilegu dýr hafa ekki munn eins og önnur fjölfruma dýr heldur eru þau með ótal smá göt um líkamann sem þau nota til að sía vatnið í gegnum sig. Í vatnsstraumum eru afar smáar lífverur og aðrar lífrænar agnir sem svampdýrin nærast á. Fæðan, ásamt súrefni, fer í holrými í svampinum þar sem frumur dýrsins taka það til sín og skila síðan frá sér koltvoxði og öðrum úrgangsefnum. Svampar eru óvenjuleg dýr að því leyti að þau eru ekki samhverf heldur óregluleg í byggingu. HOLDÝR Holdýr eru næst einfaldasta fylking dýra að því leyti að þau hafa m.a. færri frumugerðir og færri gerðir líffæra en önnur dýr. En þau hafa þó nokkur sérhæfð líffæri og vefi sem svampar hafa ekki. Eins og svampar lifa holdýr oftast í sjó og flokkast þau í botnfasta sepa og hveljur. Margar gerðir holdýra hafa lífsferil sem samanstendur bæði af sepum og hveljum. Þar má nefna margar marglyttur en önnur s.s. kóraldýr og sæfíflar lifa allt sitt líf sem botnfastir separ. Sumar marglyttur lifa hinsvegar allt sitt líf sem hveljur. Holdýr eru þakin eitruðum stingfrumum sem drepa bráðina þegar hún snertir líkama þeirra. Holdýr eru meðal fárra lífvera sem hafa geislótta samhverfu í fleiri tilfellum en tvíhliða samhverfu eins

9 Náttúrulega 3 │ 1. kafli og flest dýr, t.d. mannskepnan. Þetta þýðir að í stað þess að skynjun eigi sér aðallega stað í framenda dýrs, þ.e. höfði, eins og hjá flestum dýrum skynja holdýr umhverfið jafnvel frá öllum hliðum. Þetta hentar botnföstum dýrum vel og einnig dýrum sem fljóta í sjónum. Marglyttur eru ein þekktasta gerð holdýra og þær eru til í mörgum stærðum og gerðum. Þær byrja lífsferilinn botnfastar en umbreytast svo í hveljur en það er nokkuð algengt meðal holdýra. Marglyttur hafa tvö frumulög, þ.e. útlag og frumulag. Í útlaginu eru skynfrumur sem skynja það sem er að gerast í umhverfinu og stingfrumur sem drepa bráðina. Frumulagið umlykur meltingarveginn. Marglyttur, eins og önnur holdýr, hafa aðeins eitt meltingarop þannig að fæða og úrgangur fara inn og út um sama opið. MAGNAÐAR MARGLYTTUR HEILAPÚL að það er ekki ráðlegt að snerta holdýr með berum höndum? Vissir þú? Í skárri tilfellum getur eitur holdýra valdið miklum sviða en í verstu tilfellum geta holdýr jafnvel drepið dýr á stærð við manneskjur. Lífsferill marglyttu Lirfa Sepi Sepi Marglytta Unghvelja Geislótt samhverfa.

10 Náttúrulega 3 │ 1. kafli ORMAR Litlir, langir, mjóir og slímugir eru lýsingarorð sem gjarnan má nota um orma þó fæstir ormar framleiði reyndar slím. Ormar eru þó ekki allir sömu gerðar og teljast til a.m.k. fjögurra ólíkra fylkinga: Flatorma, ranaorma, þráðorma og liðorma. Í hverri fylkingu eru síðan fjölmargar tegundir. Ormar lifa ýmist í vatni, jarðvegi eða sem sníklar á öðrum dýrum og þeir gegna oft mikil- vægu hlutverki í vistkerfum. Flatormar hafa flatan líkama eins og heitið gefur til kynna. Flestir eru sníklar en einhverjir lifa í vatni. Bandormar eru dæmi um hóp flatorma en þeir eru sníklar. Þeir festa sig í meltingarfæri dýra og sjúga í sig næringu, geta valdið dýrinu miklum óþægindum og geta einnig valdið sjúkdómum. Sullaveiki sem var algeng hér áður fyrr er dæmi um slíkan sjúkdóm. Lirfur bandormanna mynduðu vökvafylltar blöðrur í líkömum fólks. Þetta getur valdið mjög alvarlegum veikindum. Ranaormar er fylking dýra sem er stundum kölluð línuormar á íslensku. Þessari fylkingu tilheyra langir, þunnir línuormar sem lifa yfirleitt í sjónum. Þeir hafa einfalt meltingarkerfi, eru óliðskiptir og hafa rana eins og nafnið gefur til kynna. Þeir eru einnig þekktir fyrir fjölbreytileika í lit og lögun. Þráðormar eru langir, þráðlaga, yfirleitt smáir og næstum gegnsæir ormar. Sumir þeirra lifa í jarðvegi og eru oft mikilvægir sundrendur sem eiga þátt í að dreifa næringarríkum efnum í náttúrunni. Margir þráðormar eru þó sníklar. Flestir hafa heyrt um njálg sem getur fundist í fólki og þá sérstaklega börnum og einnig spóluorm sem finnst í ýmsum dýrum, til dæmis hundum og köttum. Áður fyrr barst bandormurinn gjarna í manneskjur með hundum. Bandormurinn olli sullaveiki sem fólk gat látist af. Langt er síðan sullaveiki greindist síðast á Íslandi. Njálgur er sníkjuþráðormur sem finnst oft hjá fólki, sérstaklega börnum. Helstu einkenni eru kláði við endaþarm.

11 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Ánamaðkar og blóðsugur eru dæmi um liðorma. Eins og sjá má á myndinni er líkami þeirra liðskiptur. Liðormar eru eins og nafnið gefur til kynna með liðskiptan líkama. Þessir ormar lifa ýmist í jarðvegi eða vatni og sumir þeirra eru sníklar. Ánamaðkar eru hópur liðorma sem margir kannast við en þeir lifa í jarðveginum og oft má rekast á þá á gangstéttum þegar blautt er í veðri. Ánamaðkar flýta fyrir niðurbroti lífrænna efna og bæta jarðveginn með næringarríkum skít og með því að grafa göng sem hleypir súrefni í jarðveginn. Af hverju fara ánamaðkar upp úr moldinni þegar rignir? Kannski eru ánamaðkar hræddir við að drukkna? Ánamaðkar anda með húðinni en ekki lungum eins og við. Þegar það rignir verður moldin svo blaut að erfitt er fyrir þá að ná í súrefni. að ánamaðkar eru tvíkynja? Þeir mynda bæði sæði og egg og skiptast á sæði við aðra ánamaðka þegar þeir fjölga sér. Vissir þú?

12 Náttúrulega 3 │ 1. kafli LINDÝR Lindýr er stór fylking dýra sem samsett er af mörgum ólíkum tegundum. Þetta er næst stærsta dýrafylkingin á eftir liðfætlunum. Lindýr eiga það sameiginlegt að þau þekkjast af mjúkum og óliðskiptum líkama sem er oft, en ekki alltaf, varinn af skel. Algengast er að lindýr lifi í sjó eða vatni en einhver þeirra lifa á landi. Dæmi um lindýr eru sniglar, samlokur og smokkar. Stærsti flokkur lindýra eru sniglar en til eru mörg þúsund tegundir. Tegundirnar lifa ýmist á landi, sjó eða ferskvatni. Flestar tegundir snigla hafa skel sem verndar snigilinn. Samloka er lífvera sem lifir inni í tveimur skeljum sem lokast saman. Dýrið getur lokað sig inni í skelinni til að vernda sig. Hörpudiskur, kræklingur og ostrur eru dæmi um samlokur en mörgum þykir þetta herramannsmatur. Smokka má finna í öllum höfum heims, þeir eru lífverur með átta arma og skiptast m.a. í smokkfiska og kolkrabba. Stærð þeirra getur verið allt frá örfáum sentímetrum upp í 20 metra. Smokkar eru gjarnan taldir gáfaðastir hryggleysingja. Þeir hafa flókin skynfæri og stóran heila. Heilinn tengist stórum og háþróuðum augum þeirra sem svipar til augna hjá mannfólki. Klárir kolkrabbar Sýnt hefur verið fram á að kolkrabbar eru með flókið taugakerfi. Vísindafólk hefur gert alls konar rannsóknir á þeim og sýnt fram á að þeir hafa bæði langtíma- og skammtímaminni ásamt því að geta leyst ýmsar þrautir sem lagðar eru fyrir þá, t.d. að opna krukkur.

13 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SKRÁPDÝR Skrápdýr eru sjávardýr sem hafa um sig harðan og göddóttan hjúp og færa sig hægt áfram með sogfótum. Meltingarvegurinn samanstendur af munni sem er neðan á dýrinu, maga í miðjunni og endaþarmi fyrir ofan. Krossfiskar, ígulker, sæbjúgu, slöngustjörnur og sæliljur eru skrápdýr. Þau lifa á sjávarbotni og eru gjarna áberandi því þau eru oft litrík. Krossfiskar eru flestum kunnir en færri vita að þeir veiða til dæmis snigla, samlokur og krabbadýr sér til matar. Ef krossfiskur missir einn arminn þá vex hann á ný þó það geti tekið langan tíma. Skrápdýr hafa geislótta samhverfu eins og hveldýr en eru þó alls ekki skyld þeim. Reyndar eru skrápdýr skyldari manninum og öðrum hryggdýrum heldur en öðrum hryggleysingjum. Ígulker hafa fimmskiptan líkama eins og krossfiskar. Þau eru kúlulaga með nálar á líkama sínum sem þau geta hreyft. Ólíkt krossfiskum eru ígulker jurtaætur sem lifa á þörungum. Náttúrufræðingur sem margir kannast við og kemur upp í hugann þegar fjallað er um dýr. Mikið fræðsluefni hefur verið gefið út um dýra- og plöntulíf jarðar þar sem Attenborough er kynnir. Á ævi sinni hefur hann ferðast um heiminn til að sanka að sér fræðsluefni sem hann deilir svo með heiminum. Mikill áhugi hans á viðfangsefninu hefur smitandi áhrif á aðra sem gerir það að verkum að sjónvarpsþættir eru geysivinsælir. David hefur barist fyrir ýmsum málefnum, til dæmis fyrir aðgerðum í loftlagsmálum. DAVID ATTENBOROUGH HEILAPÚL

14 Náttúrulega 3 │ 1. kafli LIÐFÆTLUR Eins og nafnið gefur til kynna hafa liðfætlur liðskipta fætur. Þær þekkjast einnig á liðskiptum líkama, samsettum augum (flest, en ekki öll) og harðri skurn sem verndar líkamann. Fylking liðfætlna var lengi skipt í fjórar undirfylkingar eða flokka–fjölfætlur, klóskera, krabbadýr og skordýr– meðal annars byggt á fótafjölda og gerð útlima. Nú hafa rannsóknir sýnt fram á að skordýr eru í reynd bara landlæg krabbadýr og er því flokkurinn krabbadýr ekki lengur notaður. Því er sagt að krabbadýr og skordýr séu saman í einni undirfylkingu liðfætla. Klóskerar er undirfylking dýra sem inniheldur meðal annars skeifukrabba og sæköngulær. Þessi hópur er nefndur eftir klóskærum, munnlimum sem virka líkt og klípitangir en þessi dýr hafa ekki kjálka. Þekktustu klóskerarnir er flokkurinn áttfætlur. Þær hafa átta fætur og tvískiptan líkama, stundum samrunninn í einn óskiptan búk. Ólíkt skordýrum hafa þær hvorki fálmara né vængi. Kóngulær, mítlar og sporðdrekar tilheyra þessum flokki ásamt fleiri tegundum. Fjölfætlur eru með langan liðskiptan líkama, eitt par fálmara á höfði og marga fætur. Ein gerð þúsundfætlna hefur rúmlega þúsund fætur. Hundraðfætlur hafa eitt til tvö fótapör á hverjum lið líkamans en þúsundfætlur tvö. Krabbadýr hafa mörg fótapör, oft 10 eða 12 og stundum fleiri. Þau hafa einnig líkama sem er hulinn skildi sem verndar líkamann. Þetta eru t.d. humrar, rækjur, grápöddur, marflær, krabbar og hrúðurkarlar.

15 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Undirfylkingin sexfætlur er komin af krabbadýrum sem námu land og einkennast af þremur fótapörum. Skordýrin eru langstærsti flokkur sexfætlna en aðrar sexfætlur eru t.d. mordýr. Skordýr einkennast líka af þrískiptum líkama, höfuð, frambol og afturbol. Skordýr eru einnig með fálmara á höfði og stærsti hópur skordýra er vængjaður. Upphaflega voru tvö vængjapör en t.d. tvívængjur (flugur) hafa bara eitt vængjapar. Til eru milljónir tegunda skordýra á jörðinni og um 1600 hafa fundist hérlendis. Skordýr eru mikilvægur hlekkur í vistkerfum en þau eru mikilvæg fæða fyrir ýmsar dýrategundir, sjá um frævun blóma og niðurbrot ýmissa lífrænna efna. Flugur, fiðrildi, bjöllur, æðvængjur, engisprettur, skortítur og flær tilheyra þessum flokki ásamt fleiri tegundum. Höfuð Frambolur Afturbolur Vængir Fálmarar Fætur

16 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Full myndbreyting – lífsferill fiðrildis Fiðrildi Egg Púpa Lirfa Kuðungakrabbar finnast á ýmsum stöðum í heiminum, þar á meðal á Íslandi. Þeir lifa í yfirgefnum kuðungum annarra dýra. Eftir því sem þeir stækka þurfa þeir því að finna sér nýtt heimili en nokkuð vandasamt getur verið að finna kuðung af réttri stærð. Þegar kuðungakrabbi er í heimilisleit er algengt að hann finni kuðung sem er of stór. Krabbinn kemur sér þá fyrir hjá kuðungnum og bíður eftir að annar krabbi í heimilisleit láti sjá sig. Ef sá krabbi tekur stærri kuðunginn skilur hann eftir sig annan minni sem gæti passað fyrsta krabbanum. Stundum eru margir krabbar í heimilisleit sem raða sér upp í stærðaröð og þegar sá stærsti skiptir í stóra kuðunginn sem fannst skipta þeir einn af öðrum yfir í kuðung af næstu stærð. HEIMILI KUÐUNGAKRABBA HEILAPÚL

17 Náttúrulega 3 │ 1. kafli HRYGGDÝR Helsta einkenni hryggdýra er að þau hafa hryggjasúlu sem heldur líkama dýranna uppi í ákveðinni stöðu og verndar mænuna sem er hluti af taugakerfi dýrsins. Hryggdýrum er stundum gróflega skipt í fimm hópa, nefnilega fiska, froskdýr, skriðdýr, fugla og spendýr. Þessi flokkun er þó komin til ára sinna og endurspeglar ekki þróunarsöguna. Sem dæmi skiptast fiskar í marga ólíka flokka og er einn þeirra, holduggar t.d. skyldari landhryggdýrum heldur en öðrum fiskum! Einnig er ekki lengur talað um skriðdýr sem hóp, vegna þess að fuglar eru í raun skriðdýr – nánar til tekið einu eftirlifandi risaeðlurnar. Ræðum saman Hvað eru hryggdýr? Eru manneskjur hryggdýr? Voru risaeðlur hryggdýr? Hvernig vitum við það? Það er margt ólíkt með beinagrindum hryggdýra en þau eiga það samt sameiginlegt að vera með hrygg og höfuðkúpu. Köttur Froskur Fugl Fiskur

18 Náttúrulega 3 │ 1. kafli FISKAR Fyrstu hryggdýr í þróunarsögu jarðar líktust sennilega ákveðnum flokki fiska, svokölluðum vankjálkum sem eru kjálkalausir fiskar. Meðal fiska er hópur sem er náskyldur öðrum (landlægum) hryggdýrum en útlimir þeirra þróuðust frá uggum holdugga. Fiskar lifa í vatni, anda með tálknum, synda með sporði og uggum og þeir eru þaktir hreistri. Þeir hafa flestir misheitt blóð. Flestir fiskar eru af tveimur gerðum, þ.e. brjóskfiskum og beinfiskum. Flokkunin fer eftir því hvort stoðgrind þeirra er úr brjóski eða beini. Flestar tegundir fiska eru þó beinfiskar. Dýr sem eru með misheitt blóð geta verið með miklar sveiflur í líkamshita en þær stýrast af umhverfinu. Hitastig líkamans sveiflast upp og niður eftir hitastiginu í umhverfinu hverju sinni. Dýr með jafnheitt blóð eru með litlar sveiflur í líkamshita og stýra hitastigi líkamans sjálf. Hitastig líkamans er það sama óháð því hvert hitastigið er í umhverfinu. Hvort er fólk með misheitt eða jafnheitt blóð? MISHEITT BLÓÐ OG JAFNHEITT BLÓÐ HEILAPÚL

19 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Fiskar anda með tálknum, þ.e. vatnið fer inn um munninn og út um tálknin, sem taka úr vatninu súrefni. Fiskarnir synda með því að hreyfa líkamann og uggana sína. Flestir beinfiskar hafa sundmaga. Það er ekki magi fyrir mat heldur loft. Magnið af loftinu í maganum ákvarðar það dýpi sem fiskurinn er á. Þegar fiskurinn eykur loftið í maganum færist hann ofar í vatninu en neðar þegar loftið minnkar. Þetta sparar orku fyrir fiskinn sem þarf þá ekki að vera á stöðugu sundi til að halda sér á því dýpi sem hann vill vera á. Brjóskfiskar eru ekki með sundmaga og sökkva því til botns þegar þeir eru ekki á hreyfingu. Hundruð ólíkra fiskitegunda finnast við Ísland. Skötur og hákarlar eru dæmi um brjóskfiska. Þeir hafa ekki sundmaga og sökkva til botns þegar þeir eru ekki á sundi. Þorskur er dæmi um beinfisk, þeir eru með sundmaga og geta haldið sig á því dýpi sem hentar án þess að vera á stöðugri hreyfingu. Flestir fiskar hrygna Kvenfiskurinn kallast hrygna og karlfiskurinn hængur. Fiskar fjölga sér flestir með því að hrygna. Hrygnan lætur frá sér egg sem kallast hrogn og hængurinn sprautar svo sæðisvökva yfir. Sæðisvökvinn kallast svil og þau frjóvga hrognin. Það ungviði sem nær að klekjast út kallast seiði. Lífsbaráttan getur verið erfið en aðrar lífverur gæða sér bæði á hrognunum og seiðunum og ekki eru öll svo heppin að verða fullvaxta. Einhverjar tegundir fiska hafa þó innri frjóvgun þar sem hrygna gýtur seiðum í stað þess að láta frá sér egg. Egg Lax Seiði

20 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Froskdýr eru með blauta og slímuga húð. Þau finnast í öllum heimsálfum nema Suðurskautinu en þar er of kalt fyrir þau þar sem froskdýr hafa misheitt blóð. Þau lifa bæði á landi og í vatni og anda með lungum á landi en gegnum húðina í vatni. Húðin þarf að vera blaut til að hægt sé að anda í gegnum hana. Froskdýr eru á milli fiska og skriðdýra í þróunartrénu og líkjast líklega fyrstu hryggdýrunum sem skriðu á land. Froskdýrum má skipta í þrjá hópa. Froskar og körtur fjölga sér með ytri frjóvgun. Kvendýrin hrygna í vatni og karldýrin sleppa sáðfrumum sínum síðan yfir eggin. Úr eggjunum koma halakörtur, þær eru með tálkn og hala en þaðan kemur nafnið. Halakörtur lifa aðeins í vatni en með tímanum hverfur halinn og tálknin. Í staðinn vaxa fætur ásamt því að lungu myndast. Við þessa breytingu geta froskar og körtur líka lifað á þurru landi. Salamöndrur eru með innvortis frjóvgun eins og eðlur. Þær hrygna því eggjum sem þegar eru frjóvguð í vatni þar sem ungviðið þroskast síðan. Flestar salamöndrur lifa í vatni allt sitt æviskeið og eru bæði með fætur og hala. Halinn hverfur ekki eins og hjá froskum og körtum. Ormakörtur lifa oftast neðanjarðar og er sá hópur froskdýra sem minnst er vitað um. Þær minna á slöngur eða orma. Þær eru fótalausar og hafa afar lélega sjón. Þær fjölga sér með innri frjóvgun eins og salamöndrur. Stundum hrygna þær eggjum en stundum gjóta þær afkvæmum sínum.

21 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SKRIÐDÝR Skriðdýr eru flest með misheitt blóð eins og froskdýr sem þýðir einfaldlega að þau geta ekki haldið hitastigi sínu stöðugu af sjálfsdáðum. Þetta er stór hópur dýra sem inniheldur m.a. eðlur og froska en líka risaeðlur og fugla! Dýrin treysta á umhverfið til að hita upp eða kæla líkama sinn. Þau geta leitað í sólina til að hita upp kroppinn eða í skugga eða vatn til að kæla sig. Skriðdýr sem búa á kaldari slóðum þurfa að leggjast í vetrardvala en skriðdýr í heitum löndum þurfa þess ekki. Skriðdýr eru með innvortis frjóvgun eins og spendýr. Þau fæða þó oftast ekki afkvæmin eins og flest spendýr heldur verpa flest þeirra eggjum. Skurn flestra skriðdýra er mjúk og leðurkennd viðkomu á meðan egg fugla hefur harða skurn. Eitt sem aðgreinir skriðdýr frá froskdýrunum sem þau þróuðust frá er að þau eru ekki eins háð vatni. Til að þekkja skriðdýr frá froskdýrum getur verið snjallt að skoða skinn þeirra. Skriðdýr eru með þurrt og hreisturkennt skinn sem er vatnsþétt. Það getur verið gróft eða fíngert, matt eða glansandi en aldrei slímugt. Ef dýrið er blautt eða slímugt er líklega um froskdýr að ræða en ekki skriðdýr. Skriðdýr eru t.d. snákar, eðlur, skjaldbökur og krókódílar. Risaeðlur tilheyrðu flokki skriðdýra en eru í dag útdauðar, allar saman nema fuglar. Froskdýr og skriðdýr, önnur en fuglar, teljast ekki til villtra dýra á Íslandi en þó hafa verið flutt inn dýr sem gæludýr. Froskar hafa þó öðru hvoru fundist á afmörkuðum stöðum hér á landi síðustu ár og hafa mögulega verið að fjölga sér í náttúrunni. Ekki er þó vitað enn sem komið er hvaðan þeir koma eða hvort þeir muni ná fastri búsetu eða hvort þeir nái að dreifa sér víðar um landið. Tíminn verður að leiða það í ljós.

22 Náttúrulega 3 │ 1. kafli FUGLAR Fuglar eru í raun undirflokkur skriðdýra og einu eftirlifandi risaeðlurnar. Til er fjöldinn allur af ólíkum fuglategundum, allt frá agnarlitlum snjótittlingum upp í erni og albatrosa sem eru rándýr með allt að þriggja metra vænghaf. Þrátt fyrir fjölbreytileikann eru fuglar auðþekkjanlegir, þeir eru flestir fiðraðir, með vængi, gogg og fætur en munurinn milli tegunda getur verið mikill. Fuglar fjölga sér með innvortis frjóvgun, verpa eggjum og hafa heitt blóð. Fuglar eru einu hryggdýrin sem fljúga að undanskildum leðurblökum sem eru spendýr. Það eru þó einhverjar undantekningar á því en til eru nokkrar tegundir fugla sem geta ekki flogið. Til að fuglar geti flogið þurfa margir þættir að ganga upp. Fuglinn notar fætur til að spyrna sér frá jörðinni og blakar svo vængjunum til að halda sér á lofti og stýrir meðal annars fluginu með stélinu. Lögun vængjanna skipta máli en þeir eru ávalir að ofan en kúptir að innan, svolítið eins og skeið. Loftþrýstingurinn að ofan er því lítill á meðan loftþrýstingur undir fuglinum er mikill. Þrýstingurinn lyftir fuglinum upp á við sem Fugl sem flýgur ekki gæti t.d. lifað á minni fæðu en sá sem flýgur eða þróað með sér líkamsgerð sem er heppilegri til annarra hluta, t.d. til sunds líkt og mörgæsir. Hver gæti ástæðan verið fyrir því að tegundir hafa þróast sem hafa misst getuna að fljúga? Það eru margir kostir við að geta flogið. Til dæmis að ferðast langar vegalengdir eða flýja frá rándýrum. Hverjir ætli kostirnir séu við að missa þann eiginleika?

23 Náttúrulega 3 │ 1. kafli auðveldar honum flugið. Bein fugla eru gjarnan hol að innan sem gerir þá léttari og minna þyngdarafl virkar á þá. Samt sem áður tekur það mikla orku að fljúga og hafa fuglar hlutfallslega stór lungu sem hjálpa þeim að anda ásamt sterkum vöðvum. Þar sem flestir fuglar geta flogið kemur kannski ekki á óvart að þeir finnast í öllum heimsálfum og nánast öllum vistkerfum. Þeir eru mikilvægur hlekkur í vistkerfum en fuglar dreifa t.d. fræjum og halda fjölda skordýra í jafnvægi. Þar sem heimkynni fugla geta verið mjög ólík hafa fuglar þróast á ólíkan hátt og eru mjög fjölbreyttir að stærð og gerð. Fætur og goggur þeirra geta sem dæmi verið mjög ólíkir eftir því hvar þeir búa og hverju þeir nærast á eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Fuglar nota fætur sína til ólíkra verka, þeir ýmist sitja á greinum, klifra, vaða eða synda á meðan aðrir hlaupa um eða nota fæturna til að grípa bráð sína. Sama á við um goggana en fuglar nota þá á mismunandi vegu og þá gjarnan til að ná í ýmiss konar fæðu. Sumir fuglar eru með gogga sem henta til að ná skordýrum eða rífa í sig kjöt, aðrir til að ná fræjum úr skurn og enn aðrir til að ná sér í fæðu úr vatni. Þessir ólíku eiginleikar gera fuglum kleift að lifa á fjölbreyttum svæðum.

24 Náttúrulega 3 │ 1. kafli JANE GOODALL HEILAPÚL Vísindakona sem er þekktust fyrir rannsóknir sínar á simpönsum í Tansaníu í Afríku. Hún var ung að árum þegar hún hóf störf við að rannsaka simpansana og notaði óhefðbundnar leiðir við rannsóknir sínar. Jane var mikið innan simpansana og sýndi mikinn áhuga og þrautseigju við rannsóknir sínar. Hún skráði niður allt sem hún sá og öðlaðist þannig nýja þekkingu á tegundinni. En sú aðferð, að fylgjast með og skrá niður, hefur verið umdeild í vísindaheiminum. Með þessari aðferð komst hún þó að ýmsu nýju. Hún komst að því að simpansar eru líkari manninum en áður var talið, t.d. að þeir eru tilfinningaverur með ólíka persónuleika og flókin félagstengsl. En hún komst einnig að því að simpansarnir eru ekki eingöngu jurtaætur eins og áður var talið og þeir nota greinar sem verkfæri, til dæmis við að veiða termíta og éta þá. Krían er einn öflugasti farfugl heimsins en á hverju ári flýgur hún meira en 70 þúsund kílómetra frá Grænlandi og allt að Suðurheimskautinu og síðan aftur til baka. Einnig er áhugavert að þær fljúga ekki sömu leið þegar þær fara suður og þegar þær koma norður. Ótrúlegt en satt?

25 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Sumir fuglar misstu eiginleika sína til flugs á eyjum þar sem lítið sem ekkert var um rándýr sem þeim stóð ógn af. Þegar menn hófu landnám á eyjunum, jafnvel með rándýr með sér eins og t.d. ketti, voru þessir fuglar auðveld bráð. Dúdúfuglinn lifði á eyjunni Máritíus, hann var ófleygur og stór. Að auki var hann klunnalegur og því auðveld bráð. Eyjan varð vinsæll viðkomustaður sæfara á 16. öld þar sem þeir veiddu gjarnan dúdúfuglinn sér til matar og um miðja 17. öld reyndu Hollendingar að setjast að á eyjunni og veiddu einnig dúdúfuglinn til matar. Mannfólkinu fylgdu svo ýmis önnur dýr sem höfðu áhrif á fuglinn en kettir veiddu og átu unga þeirra og rottur stálu eggjunum. Að auki voru menn ágengir á skógana sem dúdúfuglinn lifði í. Þetta varð til þess að dúdúfuglinn dó alveg út á um það bil hundrað árum. Annað dæmi er geirfuglinn sem einnig var ófleigur. Hann var talinn nokkuð algengur í Norður-Atlantshafi langt fram á 16. öld og er talinn hafa lifað lengst á Íslandi. Það þótti nokkuð auðvelt að ná fuglinum og því var hann svo mikið veiddur til matar að hann varð nánast útdauður. Þegar fáir fuglar voru eftir vildu safnarar gjarnan ná sér í geirfugl til að stoppa upp og buðu háar fjárhæðir fyrir. Þetta leiddi að endingu til útdauða tegundarinnar og sýnir okkur hvaða áhrif maðurinn getur haft á umhverfi sitt á stuttum tíma ef ekki er að gáð. VARNARLAUSIR FUGLAR ÁN FLUGS

26 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Á Íslandi finnast ýmsar tegundir villtra fugla en flugið gerði þeim mögulegt að ferðast hingað og festa rætur án hjálpar mannsins. Hér eru bæði staðfuglar sem eru hér allt árið og farfuglar sem dvelja og verpa hér á landi yfir sumartímann en ferðast til annarra landa þegar kólnar í veðri. Öðru hverju sjást hér fuglar sem ekki hafa hér fasta búsetu en gjarnan er talað um þá sem flækinga. Á Íslandi eru vistkerfi fjölbreytt og margt í þeim sem gerir þau heppileg búsvæði fyrir ýmsar tegundir fugla. Ísland er eyja og við landið eru fjölmargar minni eyjur. Hér er að finna fuglabjörg sem er frekar öruggur staður fyrir sjófugla þar sem rándýrum gengur erfiðlega að komast að þeim. Einnig hentar staðsetningin við sjóinn vel því þar er hægt að ná í æti. Margir sjófuglar dvelja svo úti á hafi hluta árs en koma í land til að verpa. Hér eru einnig vötn og ár þar sem andfuglar geta lifað á margvíslegum vatnagróðri og smádýrum sem lifa í og við vatnið. Votlendi er heppilegt bústæði fyrir ýmsar tegundir vaðfugla en í blautum jarðveginum eru ýmis smádýr sem eru heppileg fæða fyrir fuglana. Í fjörum landsins er einnig að finna mikið æti og því algengt að sjá mikið fuglalíf þar, sérstaklega þegar fjarar út. Sama má segja um mela, þar er mikið pöddulíf sem er góð fæða fyrir ýmsa fugla. Ýmsir spörfuglar sækja í skóga og að mannabústöðum. Hús og tré veita skjól ásamt því að á trjám er mikið um smádýr svo sem lýs og lirfur sem eru góð fæða fyrir fuglana. Einnig geta ber og fræ á trjám hentað vel sem fæða. Lóan er farfugl. Hún dvelur á Íslandi um það bil fram í nóvember og kemur yfirleitt í mars. Lundi er farfugl en hvergi í heiminum verpa fleiri lundar en á Íslandi.

27 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SPENDÝR Spendýr er sá flokkur lífvera sem manneskjur tilheyra en honum tilheyra líka önnur dýr af öllum stærðum og gerðum. Þau eru allt frá því að vera hunangsleðurblaka sem vegur aðeins 2 grömm upp í að vera steypireiður sem vegur allt að 150 tonn. Aðlögunarhæfni og fjölbreytileiki þeirra er sennilega ástæðan fyrir því að þau finnast í öllum heimsálfum og mörgum höfum jarðar. Þau eru með jafnheitt blóð, anda með lungum og hreyfa sig með því að ganga, hlaupa, klifra, hoppa, synda, grafa og sum jafnvel fljúga. Mataræði, hegðun og aðrir eiginleikar spendýra eru einnig mjög fjölbreyttir. Sum spendýr ráfa um ein á meðan önnur eru í hópum. Sum eru rándýr með tennur og klær sem hjálpa þeim að rífa í sig kjöt bráðar sinnar. Önnur eru grasbítar með tennur sem eru gerðar til að tyggja jurtir. Spendýr skiptast í þrjá flokka; fylgjudýr, pokadýr og nefdýr. Þrátt fyrir að vera ólík eiga þau það t.d. sameiginlegt að eignast afkvæmi sem drekka mjólk úr mjólkurkirtlum móður sinnar en nafn spendýra er til komið vegna spena þeirra. Einnig eru öll spendýr þakin líkamshári, nema maðurinn sem hefur tapað því að mestu leyti. Afkvæmin fylgja móður í einhvern tíma, njóta verndar og læra af henni áður en þau fara að hugsa um sig sjálf. Sum bindast fjölskyldu sinni sterkum böndum og tilheyra henni jafnvel ævilangt. Sum spendýr verpa eggjum Nefdýr eru að mörgu leyti ólík öðrum spendýrum og hafa marga frumstæða eiginleika. Til að mynda verpa þau eggjum eins og fuglar og önnur skriðdýr og eru með nokkurs konar gogg eins og fuglar. Þau teljast þó til spendýra vegna þess að móðirin nærir

28 Náttúrulega 3 │ 1. kafli afkvæmi sín á mjólk en það er eitt helsta einkenni spendýra. Þau eru einnig hærð eins og spendýr en ekki með fjaðrir eins og fuglar eða hreistur eins og mörg skriðdýr, ásamt því að vera með jafnheitt blóð. Það eru aðeins tvær ættir dýra sem heyra undir nefdýr en það eru breiðnefir og mjónefir. Pokadýr fæðast mjög óþroskuð Afkvæmi pokadýra fæðast lítil og vanþroska. Ungarnir eru bæði hárlausir og blindir en þrátt fyrir það sýna þeir mikinn dugnað strax eftir fæðingu með því að skríða að spena móður. Sum pokadýr eru með poka en önnur aðeins með húðfellingar hjá spenum þar sem ungarnir koma sér fyrir. Þar dvelja afkvæmin og nærast þar til þau hafa tekið út meiri þroska. Fylgjudýr Fylgjudýr eru langstærsti flokkur spendýra. Þau fá næringu í gegnum fylgju og naflastreng á meðan á meðgöngu stendur. Meðgöngutími er mislangur á milli tegunda og afkvæmin eru misþroskuð þegar þau fæðast. Sum eru farin að hlaupa stuttu eftir fæðingu á meðan önnur fæðast blind og heyrnarlaus. Fylgjudýr eru mjög fjölbreyttur hópur dýra að stærð og gerð en nagdýr, rándýr, hóf- og klaufdýr, ranadýr, leðurblökur, hvalir og prímatar tilheyra öll flokki fylgjudýra. Þennan hóp dýra er hægt að finna í öllum heimsálfum og öllum helstu höfum jarðar eins og fuglarnir. að kvenkyns kengúrur eru þungaðar nánast allt sitt líf? Þær makast aftur um leið og þær hafa fætt afkvæmi. Nýja fóstrið heldur þó ekki áfram að stækka eins og hjá flestum öðrum dýrategundum, heldur leggst það í dvala og heldur ekki áfram að þroskast fyrr en eldra afkvæmið er byrjað að éta fasta fæðu. Vissir þú? Kengúrur fæðast agnarlitlar (um 2 cm) eftir aðeins 30 daga meðgöngutíma. Afkvæmið skríður upp í poka framan á móður sinni þar sem það drekkur úr spena. Þar dvelur það í nokkra mánuði.

Vambar eru pokadýr þar sem pokinn snýr niður en ekki upp eins og hjá kengúrum. Það er kannski eins gott enda eyða vambar miklum tíma í að grafa og ef pokinn sneri upp á við gæti hann fyllst af mold og öðru sem vambarnir grafa í. að skítur vamba er í laginu eins og teningar? Þetta hefur vakið áhuga margra í gegnum tíðina, þar á meðal vísindamanna. Af hverju heldur þú að skíturinn þeirra fái þessa lögun? Vissir þú? 29 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Spendýr í hafinu, svo sem hvalir og selir, áttu forfeður á landi. Þrátt fyrir að hafa snúið aftur til hafsins halda þau einkennum spendýra. Meðganga hagamúsa er um 25 dagar og fæðast nokkrir ungar í einu. Ungarnir fæðast hárlausir og blindir. Meðgöngutími hesta er 48 vikur og kastar hryssa yfirleitt einu folaldi.

30 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Villt spendýr á Íslandi Hér á landi finnast ekki margar tegundir landspendýra enda er Ísland frekar einangrað frá öðrum löndum og hér þurrkaðist út nær allt líf á síðustu ísöld fyrir um 10.000 árum. Aðeins ein tegund landspendýra telst vera upprunaleg á Íslandi en það er heimskautarefurinn. Hann er kallaður ýmsum nöfnum hér á landi t.d. melrakki eða tófa. Talið er að hann hafi verið hér í árþúsundir eða frá lokum ísaldar. Íslenski melrakkinn sker sig aðeins frá öðrum heimskautarefum enda hefur hann verið einangraður frá heimskautarefum sem finnast annars staðar í þúsundir ára. Tvær aðrar tegundir hafa af og til komist hingað til lands af sjálfsdáðum en það er hvítabjörn og leðurblökur. Hvítabjörninn hefur komist hingað á ísjökum og sundi og leðurblökur borist með vindum. Hvorug tegundin hefur haft hér fasta búsetu og fjölgað sér. Talsvert er um sjávarspendýr eins og seli og hvali í lögsögu Íslands og oft má sjá seli sóla sig á ströndinni víða við strendur landsins.

31 Náttúrulega 3 │ 1. kafli Kanínur og kettir hafa stundum sloppið eða verið sleppt í náttúruna á Íslandi. Teljast þau til villtra íslenskra spendýra? Það var ekki fyrr en mannfólkið kom til Íslands að fleiri spendýr festu hér rætur. Manneskjan er auðvitað líka spendýr og á margt sameiginlegt með öðrum dýrum en einnig ýmis sérkenni. Hún getur lifað á fjölbreyttu mataræði, aflað sér þekkingar og nýtt hana á fjölbreyttan hátt, notað hendurnar við hin ýmsu verkefni og fleira sem hefur gert að verkum að hún hefur getað ferðast um heiminn og síðan fest rætur hvar sem er í heiminum. Manneskjan hefur ferðast með önnur dýr með sér á milli landa og hafa önnur spendýr sem fest hafa rætur í íslenskri náttúru komið með henni hingað til lands. En hingað hafa líka komið húsdýr og gæludýr sem lifa eingöngu í samvistum við manneskjur. Mýs hafa líklega komið frekar snemma með landnemum og rottur nokkru seinna. Hreindýr voru flutt inn frá Noregi á 18. öld og hafa öll þessi dýr náð að koma sér vel fyrir í landinu og tilheyra spendýrafánu landsins. Minkurinn var fluttur inn árið 1931 og var haldinn í búrum og ræktaður fyrir feldinn. Minknum tókst fljótlega að sleppa úr haldi og koma sér fyrir í íslenskri náttúru. Hann getur verið skæður og hefur haft mikil áhrif á íslensk vistkerfi en hann er t.d. mjög ágengur á suma fuglastofna og drepur meira en hann étur. Mikilvægt er að fræða fólk um að yfirgefa ekki gæludýrin. Við berum ábyrgð á velferð þeirra. Bæði kanínur og kettir hafa átt mjög erfitt líf í íslenskri náttúru. Ekki er hægt að segja að þau spjari sig vel villt hér á landi.

32 Náttúrulega 3 │ 1. kafli SAMANTEKT • Fyrstu dýrin sem þróuðust á jörðinni voru hrygglaus, þau kallast hryggleysingjar. • Skiptast gróflega í: svampa, holdýr, orma, lindýr, skrápdýr og liðfætlur. • Svampar: afar einföld, fjölfruma dýr með marga frumstæða eiginleika sem lifa í vatni. Eru með ótal smá göt um líkamann sem þau nota til að sía vatn og fæðu. • Holdýr: einföld að gerð, hafa þó sérhæfð líffæri og vefi. Lifa oftast í sjó og eru þakin eiturfrumum sem drepa bráðina við snertingu. • Ormar: lítil, löng og slímug dýr sem skipta má í fjóra flokka: flatorma, þráðorma, ranaorma, og liðorma. • Lindýr: stór hópur dýra ólíkra tegunda. Eiga það sameiginlegt að hafa mjúkan óliðskiptan líkama. Til dæmis: sniglar, samlokur og smokkar. • Skrápdýr: sjávardýr með harðan, göddóttan hjúp. Færa sig úr stað með sogskálum og eru með munn að neðan, maga fyrir miðju og endaþarm að ofan. • Liðfætlur: eru með liðskiptan líkama og liðskipt liðamót á fótum. Skiptast í klóskera, – fjölfætlur og krabbadýr sem er hópur sem inniheldur skordýr. Hryggleysingjar • Hefur lengi verið skipt í fimm hópa dýra: fiskar, froskdýr, skriðdýr, fuglar og spendýr. en í raun er það kerfi misvísandi. • Fiskar: dýr með misheitt blóð, sem lifa í vatni, anda með tálknum og synda með sporði og uggum. • Froskdýr: dýr með misheitt blóð, anda bæði í vatni og á landi. Eru með blauta og slímuga húð. • Skriðdýr: dýr með misheitt blóð, nema fuglar, húð þeirra þolir þurrkinn á landi. Ekki slímug. Fuglar eru eftirlifendur risaeðla, fiðraðir, með vængi, gogg og fætur. Flestir geta flogið. • Spendýr: eiga það sameiginlegt að afkvæmi drekka mjólk úr mjólkurkirtlum móður. Hryggdýr

33 Náttúrulega 3 │ 2. kafli KYNÞROSKI OG ERFÐAFRÆÐI Kynþroskann og æxlunarfærin Ýmislegt sem við kemur því að vera kynvera Um erfðir og hvað gerir okkur að okkur Í ÞESSUM KAFLA LÆRIR ÞÚ UM:

34 Náttúrulega 3 │ 2. kafli KYNÞROSKI OG ÆXLUNARFÆRI Kynsegin og intersex Í þessum kafla verður fjallað um líffræðilegt kyn í sinni einföldustu mynd og verður því talað almennt um stráka eða karla þegar átt er við ungt fólk með typpi og stelpur eða konur þegar talað er um ungt fólk með píku. Líffræðilegt kyn segir til um hvort einstaklingur sé fæddur karl eða kona og flestar manneskjur falla þar undir. Í einstaka tilfellum fæðast einstaklingar intersex en þá eru kyneinkenni óhefðbundin. Margt fólk er sátt við það líffræðilega kyn sem það fékk úthlutað við fæðingu. Aftur á móti eru aðrir sem skilgreina kyn sitt á annan hátt en það líffræðilega kyn sem var úthlutað í fæðingunni og kallast það að vera kynsegin. Trans er þegar fólki finnst það kyn sem því var úthlutað við fæðingu ekki passa sér og ákveða að lifa sem það kyn sem þau upplifa að þau tilheyri. Sum breyta nafninu sínu og fara jafnvel í kynleiðréttingu. Önnur kjósa að gera það ekki. Ruglingur á hugtökum er algengur þegar talað er um transkonur og transkarla. Transkarl er karlmaður sem fæddist líffræðileg kona. Transkona er kona sem fæddist líffræðilegur karl. Ræðum saman Hvað er það sem gerist við kynþroskann? Hvað eru til mörg kyn? Er munur milli líffræðilegra kynja fyrir og eftir kynþroskann? KYN OG KYNÞROSKI Fáni transfólks og fáni intersexfólks.

35 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Þegar unglingsárin nálgast verða ýmsar breytingar á líkamanum. Hormón sem verða til í heiladingli koma af stað breytingunum sem kallast kynþroskaskeið. Við kynþroskann verður líkaminn fær um að búa til börn þrátt fyrir að fæstir verði tilbúnir til að hugsa um barn fyrr en talsvert seinna á lífsleiðinni. Flestir unglingar stækka á kynþroskaskeiðinu og hárvöxtur eykst, s.s. hár í handakrikum og á kynfærasvæði og einnig skeggvöxtur hjá strákum. Þessar miklu breytingar sem verða á líkamanum á kynþroskaskeiði geta haft mikil áhrif á líf og líðan unglinga. Margir finna fyrir skapsveiflum sem þeir ráða illa við og algengt er að ungmenni finni fyrir mikilli þreytu og því er mikilvægt að huga vel að góðum svefni. Vegna þessara hormónabreytinga er algengt að ungmenni fái bólur á húð en ýmis ráð eru til að vinna á þeim vanda. Erfitt er að segja nákvæmlega hvenær kynþroskaskeið hefst þar sem mikill munur getur verið á milli einstaklinga en kynþroski byrjar yfirleitt fyrr hjá stelpum en strákum. Algengur aldur stúlkna er 10–13 ára en sumar stelpur verða kynþroska yngri og sumar eldri og það er mjög eðlilegt. Merki um að kynþroskinn sé byrjaður eru að brjóstin stækka, mjaðmir breikka, röddin breytist, ásamt því að tíðablæðingar hefjast. Kynþroski hjá strákum byrjar yfirleitt u.þ.b. einu eða tveimur árum á eftir stelpum. Það er þó ekki algilt því eins og hjá stelpunum hefst kynþroskinn á mismunandi aldri. Við kynþroskann stækkar allur líkaminn og með honum barkakýlið og raddböndin. Oft tekur tíma að venjast þessum breyttu talfærum og ná tökum á þeim og því getur röddin sveiflast á milli hærri og dýpri tóna. Þetta kallast að fara í mútur og er tímabundið ástand. Á þessu tímabili stækka og þroskast kynfærin. Strákar upplifa að typpið á þeim rís og þeir geta líka fengið sáðlát. Þetta getur tengst kynferðislegri örvun en Margir finna fyrir skapsveiflum á unglingsárunum.

36 Náttúrulega 3 │ 2. kafli stundum gerist það af litlu tilefni. Sumir strákar upplifa að typpið á þeim rís í svefni og þeir fá jafnvel líka sáðlát. Erfitt er að hafa stjórn á þessu og sumum finnst þetta vandræðalegt. Samt sem áður er þetta eðlilegt og minnkar með aldrinum. Miklar breytingar verða á líkamanum í gegnum kynþroskann en mikilvægt er að muna að breytingarnar eru ólíkar hjá öllum og verða á mismunandi tímum. Það er fullkomlega eðlilegt.

37 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Æxlunarfærin eru eitt af líffærakerfum líkamans og þau eru nauðsynleg til þess að einstaklingar geti eignast börn. Æxlunarfærin eru samsett af mörgum líkamshlutum sem hafa ólík hlutverk. Þetta á við um æxlunarfærin eins og önnur líffærakerfi líkamans. Til að þungun geti orðið þarf bæði egg og sæði. Þrátt fyrir að flestir líkamshlutar séu sambærilegir óháð líffræðilegu kyni eru æxlunarfæri karla og kvenna ólík. Langoftast fæðist einstaklingur annaðhvort líffræðilegur strákur eða líffræðileg stelpa en á hverju ári eru tilfelli þar sem einstaklingar fæðast með óhefðbundin kyneinkenni, þ.e.a.s. ekki með öll einkenni líffræðilegs karls eða konu. Það kallast að vera intersex. ÆXLUNARFÆRI Ræðum saman Hvaða líkamshlutar teljast til æxlunarfæra? Hefurðu heyrt talað um að einhver sé í mútum? Hvað veistu um tíðahringinn?

38 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÆXLUNARFÆRI KARLA Hér má sjá æxlunarfæri karla. Fremst á typpinu má sjá kónginn sem er mjög næmur fyrir snertingu, yfir honum er forhúð sem hlífir kónginum. Þegar typpið verður fyrir kynferðislegri örvun fyllist risvefurinn af blóði en risvefur er svampkenndur og holóttur vefur í typpinu. Þá rís typpið og stráknum stendur. Inni í pungnum eru eistu og eistnalyppur. Þegar strákar verða kynþroska myndast milljónir nýrra sáðfrumna á hverjum sólarhring í eistunum sem eru síðan geymdar í eistnalyppunum. Þegar strákar fara að framleiða sáðfrumur byrja þeir að fá sáðlát. Það getur orðið við samfarir, sjálfsfróun og stundum gerist það bara alveg ómeðvitað, t.d. í svefni. Sáðfrumur eru kynfrumur karla. Þegar sáðlát verður fara sáðfrumur upp sáðrásina og blandast við sæðisvökva sem verður til í sáðblöðrunni og blöðruhálskirtlinum. Sáðvökvinn auðveldar sáðfrumunum að synda en sæðið, sem er blanda af sáðvökva og sáðfrumum, fer út um þvagrásina þegar strákur fær sáðlát. Sumir óttast að þeir pissi óvart þegar þeir eru t.d. að stunda kynlíf en það eru óþarfa áhyggjur. Þegar typpið er í reisn lokast fyrir þvagrásina en sáðrásin opnast. Sáðblaðra Þvagblaðra Þvagrás Sáðrás Typpi Eistu Eistnalyppa Pungur Pungur Forhúð Typpi Kóngur

39 Náttúrulega 3 │ 2. kafli ÆXLUNARFÆRI OG HREINLÆTI HEILAPÚL Það er mikilvægt að huga að góðu hreinlæti á kynfærasvæði bæði fyrir typpi og píkur. Toga þarf niður forhúðina sem hlífir kónginum á typpinu og hreinsa svæðið sem er venjulega undir forhúðinni. Þar geta safnast upp óhreinindi og ef það er ekki þrifið getur komið vond lykt af typpinu ásamt roða og bólgum sem veldur óþægindum. Ef forhúð er of þröng eða ef óþægilegt er að færa hana fram eða aftur á typpinu getur verið gott að ræða við lækni og fá aðstoð og oftast er hægt að leysa það á einfaldan máta. Síðan þarf að þvo punginn og spöngina sem er svæðið milli pungs og endaþarms. Þetta er einfalt mál sem hægt er að gera um leið og farið er í sturtu. Það á ekki að nota sápu á kynfæri, nóg er að nota volgt vatn. Einnig þarf að þvo kynfærasvæðið í kringum píkur með vatni en ekki sápu. Leggöngin hreinsa sig sjálf og ekki á að sprauta vatni inn í þau, bara þvo svæðið sem er útvortis. Þvagrás kvenna er styttri en karla og þess vegna eru konur líklegri til að fá þvagfærasýkingu. Þegar konur skeina sér er mikilvægt að skeina aftur frá kynfærum. Það á ekki að skeina frá endaþarmi að leggöngum og þvagrás því þá komast bakteríur frá endaþarmi á svæði sem þær eiga ekki að vera og geta valdið þvagfærasýkingu. Ekki ætti að nota neins konar ilmklúta eða ilmsprey á kynfærasvæði og skipta þarf um nærbuxur daglega. Til að sáðfrumur karlmanns komist að eggfrumu konu þurfa þau að hafa samfarir. Þá er typpið sett inn um leggöng konunnar þar sem hann hefur sáðlát. Sáðfrumurnar fara inn í legið og þaðan upp eggjaleiðarana og við egglos geta sáðfrumurnar frjóvgað egg. Þegar egg frjóvgast sameinast sáðfruma og eggfruma og verður að fósturvísi.

40 Náttúrulega 3 │ 2. kafli Ytri og innri barmar á píkum eru allskonar. Þeir geta verið mismunandi á litinn og mis stórir og þeir sjást mismikið utan frá. Allt er þetta þó eðlilegt og rétt eins og með typpi þá eru engar tvær píkur eins. HVAÐ ER KYNLÍF? HEILAPÚL Hugtakið kynlíf hefur víðtæka merkingu. Það lýsir því hvað fólk gerir sem kynverur hvort sem það er eitt eða í samskiptum við annað fólk. Það er hægt að stunda kynlíf án annarrar manneskju, það kallast sjálfsfróun. Sjálfsfróun er mjög eðlileg og er oft fyrstu kynni fólks af kynlífi. Fólk fróar sér með því að örva kynfærin sín, t.d. með höndunum. Kynlíf með öðrum getur líka verið mjög fjölbreytt. Kynlíf er hugtak yfir fjölbreyttar athafnir sem höfða til fólks sem kynvera. Allskonar snerting eins og faðmlög, kossar, strokur og örvun á kynfæri getur verið hluti af kynlífi. Allir geta upplifað sig sem kynverur og getur t.d. fólk með fatlanir líka stundað kynlíf. Það er mismunandi með hverjum fólk vill stunda kynlíf, það getur t.d. verið á milli fólks af sama kyni og gagnstæðu kyni. Í kynlífi með öðrum skiptir miklu máli að bera virðingu fyrir hvert öðru, láta vita hvað þeim finnst gott og hvað ekki til að upplifun allra af kynlífinu sé góð. Kynlíf er eitthvað sem aðilar vilja njóta saman sem kynverur.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=