Náttúrulega 2 - Verkefnabók

77 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli EFNI Í EFNI Efni og áhöld: Glerflaska (a.m.k. 500 ml), blaðra, 25 grömm þurrger, sykur, vatn, matskeið, desilítramál og skál. Tilgáta: Lestu lýsinguna á framkvæmd. Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu gerið í skálina og bættu við 4 dl af heitu vatni (ekki sjóðandi) og einni kúfullri matskeið af sykri og hrærðu vel. Helltu svo úr skálinni í glerflöskuna og settu blöðruna vel yfir stútinn. Bíddu í um 20–30 mínútur og fylgstu með blöðrunni. Niðurstaða: Hvað gerðist? Af hverju? Hvað er inni í blöðrunni? Er eitthvað í efnislýsingunni hér að ofan lifandi/lífvera? Af hverju telur þú að það sé mikilvægt að setja sykur saman við gerið?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=