Náttúrulega 2 - Verkefnabók

27 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HUGTÖK – HEILBRIGÐI, HORMÓN OG HREINSIKERFIN NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Stærsta líffærið inni í líkamanum. Hreinsar skaðleg og óþarfa efni úr blóðinu. Efni sem hjálpar okkur að melta fitu, losað eftir þörfum inn í meltingakerfið. Eru með örsmáar síur sem er annað skref hreinsunar á skaðlegum og óþarfa efnum úr blóðinu. Leiðslur frá nýrum í þvagblöðru, leið líkamans til að losa óþarfa efni úr líkamanum. Safnar þvagi sem við pissum svo út úr líkamanum. Vatn og önnur efni sem líkaminn losar sig við. Samheiti yfir litlar örverur eins og bakteríur, veirur og sveppi sem geta valdið sjúkdómum í líkamanum. Kemur í veg fyrir að sýklar komist inn í líkamann ásamt því að bera kennsl á og berjast við þá ef þeir komast inn fyrir húðina. Þegar líkaminn bregst við einhverju óskaðlegu líkt og um skaðvald sé að ræða. Stjórna ýmissi starfsemi líkamans, t.d. þroska og vexti. Stjórna kynþroska fólks, það eru hormónin estrógen, prógesterón og testóseterón. Stjórna vexti, þroska og efnaskiptum líkamans. Hormón sem eykst við steituvaldandi aðstæður. Gerir okkur betur undirbúin að flýja og hlaupa hraðar. Segja til um það hversu stór við verðum. Vaxtahormón Skjalkirtilshormón Lifur Adrenalín Kynhormón Sýklar Nýru Þvagpípur Þvag Gall Varnarkerfi Ofnæmi Hormón Þvagblaðra

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=