Náttúrulega 2 - Verkefnabók

24 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli LÍFFÆRAKERFI Efni og áhöld: stórt pappírsspjald, skriffæri, skæri og litir. Framkvæmd: Setjið pappírinn á gólfið. Einn nemandi leggst ofan á blaðið og annar eða aðrir nemendur teikna útlínur þess sem liggur á gólfinu. Þegar búið er að teikna útlínur getur nemandinn staðið aftur upp frá blaðinu. Næst er klippt eftir útlínunum þannig að eftir standi líkan af mannslíkama. Næst skulið þið teikna og lita í skemmtilegum lit helstu líffæri meltingakerfisins. Að lokum eru líffærin klippt út og límd inn á mannslíkamann. Þá er hægt að skrifa inn á verkið hvað líffærin heita og mögulega skemmtilegar upplýsingar um hvert þeirra.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=