Náttúrulega 2 - Verkefnabók

23 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HJÁLMANOTKUN Hjálmanotkun er gríðarlega mikilvægur liður í að tryggja eigið öryggi. Kynntu þér mikilvægi hjálmanotkunar og afleiðingar þess að nota hann ekki. Búðu til veggspjald til að kynna málið fyrir öðrum nemendum í skólanum. Hafðu í huga að þú þarft að sannfæra aðra um mikilvægi hjálmnotkunar. HVAÐ SKYNJAR ÞÚ? Fáðu félaga til að teikna með fingri á bakið á þér og teiknaðu það sem þú skynjar á blað. Hversu nákvæm var teikningin? Prófið að skipta um hlutverk. Er auðvelt eða erfitt að skynja það sem er teiknað á bakið? Settu hendina sem þú notar ekki til að skrifa fyrir aftan bak og fáðu félaga til að teikna aðra mynd í lófann sem þú teiknar á blaðið. Hversu nákvæm var teikningin? Prófið að skipta um hlutverk. Er auðvelt eða erfitt að skynja það sem er teiknað í lófann? Prófaðu að snerta nokkra staði á líkamanum þínum, til dæmis háls, olnboga og varir. Skráðu niður þá staði sem þú finnur mest og minnst fyrir snertingunni. Minnst: Mest: 1 2

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=