Náttúrulega 2 - Verkefnabók

22 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli VIÐBRAGÐ Taugakerfið samanstendur af taugum sem dreifast um allan líkamann. Augun skynja hvað er að gerast í kringum okkur og þurfa sífellt að senda heilanum skilaboð þegar bregðast þarf við einhverju í umhverfinu. Heilinn sendir síðan skilaboð til réttra líkamshluta um hvernig skuli bregðast við. Nú skulum við skoða hversu hratt taugakerfið og heilinn þinn vinnur. Efni og áhöld: Prik, eitthvað til að mæla. Framkvæmd: Fáðu samnemanda til að halda priki í línu við lófan á þér. Þegar þú sérð að samnemandi þinn sleppir prikinu skaltu grípa það eins hratt og þú getur. Hvað fór prikið marga cm niður áður en þér tókst að grípa það? Mæling 1: _______________________ Mæling 2: _______________________ Mæling 3: _______________________ Meðallengd: _____________________ SJÁLFKRAFA EÐA ÓSJÁLFKRAFA? Margt af því sem heilinn framkvæmir stjórnum við sjálf og margt gerist án þess að við hugsum um það. Efni og áhöld: Mjúkur eða léttur hlutur (t.d. tuska, svampur eða borðtenniskúla), gluggi eða plastfilma. Framkvæmd: Fáðu samnemanda til að standa öðrum megin við glugga eða plastfilmu. Kastaðu því næst mjúka hlutnum beint í átt að samnemendanum. Blikkaði eða lokaði nemandinn augunum þegar hlutnum var kastað? Ef hann blikkaði, var það sjálfkrafa eða ósjálfkrafa viðbrögð?

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=