Náttúrulega 2 - Verkefnabók

NÁTTÚRULEGA VERKEFNABÓK 2

LÍFVERUR VAXA VÍÐA . . . . . . . . . . 5 HVAÐ FINNUR LÍKAMANN ÞINN? . . . 20 HEIMUR VÍSINDANNA . . . . . . . . . . 37 GEIMURINN . . . . . . . . . . . . . . . 52 SJÓR, VATN OG FRUMEFNI . . . . . . . 62 EFNISYFIRLIT

NÁTTÚRULEGA 2 VERKEFNABÓK Halldóra Lind Guðlaugsdóttir | Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir | Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur: Krumla

2 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli ÁÐUR EN VIÐ HEFJUMST HANDA LESTU VEL Gættu þess að lesa vel fyrirmæli áður en þú byrjar að vinna í verkefnabókinni. Í verkefna- bókinni skaltu svo lesa vel öll fyrirmæli áður en þú hefst handa. SKRIFAÐU SKÝRT Skrifaðu eins skýrt og greinilega og þú getur í verkefnabókina. Gættu þess einnig að skrifa ekki of stóra stafi. HJÁLPIST AÐ Þegar verkefni eru viðamikil eða seinunnin getur verið gott að hjálpast að. Önnur og léttari verkefni skaltu reyna að leysa af sjálfsdáðum áður en þú leitar hjálpar. NOTAÐU BÆKUR OG SNJALLTÆKI Þegar þú vinnur í verkefnabókinni getur verið nauðsynlegt að notast við lesbókina sem fylgir eða upplýsingar af netinu sem nálgast má í snjalltæki.

3 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli INNGANGUR Eigandi þessarar bókar er Það er mikilvægt að þú þekkir styrkleikana þína og í hverju þig langar að bæta þig. Nú skaltu velta fyrir þér styrkleikum þínum. Athugaðu að styrkleikar geta verið persónulegir eiginleikar, hæfileikar tengdir áhugamálum eða tengdir námi. STYRKEIKAR MÍNIR Í SKÓLANUM ERU:     Í þessari bók lærir þú ýmislegt nýtt og án efa á sumt eftir að vekja meiri áhuga en annað. Skoðaðu nú vel bæði lesbókina og verkefnabókina og svaraðu eftirfarandi spurningum: Hvað finnst þér mest spennandi að læra um af því sem þú sérð í bókinni?    Hvað heldur þú að verði erfitt að læra um af því sem þú sérð í bókinni?    Hvaða verkefni heldur þú að verði skemmtilegast að vinna í bókinni?   

4 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli VÍSINDAFÓLK 1. Hvernig fólk er í vísindum? 2. Geta allir verið hluti af vísindasamfélaginu? 3. Hvað gerir vísindafólk? 4. Hvernig lítur vísindafólk út? 6. Teiknaðu þig sem vísindamenneskju: 5. Ef ég myndi vinna við vísindi, þá myndi ég sérhæfa mig í: já nei Af hverju?

5 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Sumar plöntur geta nýst við lækningar á veikindum. Plöntur fá næringu frá öðrum lífverum. Sumargrænar plöntur eru t.d. grenitré. Rætur plantna geta verið ljúffengar. Sveppir eru með rætur. Í heiminum eru um 100.000 tegundir af sveppum. Myglusveppir geta bæði verið skaðlegir og gagnlegir. Þörungar finnast bæði fljótandi á vatni og á meira en hundrað metra dýpi. Staðsetning Íslands hefur haft áhrif á það hversu margar plöntur finnast hér. Þjóðarblóm Íslendinga er blóðberg. LÍFVERUR VAXA VÍÐA 1. KAFLI

6 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli Finndu 5 atriði sem eru ekki eins á báðum myndum.

7 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli

8 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli LJÓSTILLÍFUN Merktu inn á myndina þau orð sem vantar til að útskýra ljóstillífun.

9 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli LÍFSFERILL PLÖNTUNNAR G L P J V S L E Þ Z C F U L R T L L N E Ð H O D O F S V Í U D I Ö N U L A U F B L Ö Ð F T R V N Z S F B B S T F P O V N A Æ T K A Ð Í T M R A Þ A A Ö N R U F E Z O L U G S U A N L Æ F F D M F Þ M L Ð N O G A P R D R G N Ó B Y O I L Ð T U Ó G G U O U J L E F F T C T Ó R Í H M É A O I B O A N S G L G S U A R F R J Ó K O R N Ó A V D Z G N R O K U N Æ R G V J M S A U E É É I P B N J Æ C U L N É R U T N Ö L P Æ R F R M T B K Þ M É V É T F F V B L R U Fruma sem finnst í plöntum sem einkennist af m.a. grænukornum. Ferli þar sem planta notar sólargeisla, vatn og koltvíoxíð til að búa til næringu og súrefni. Hafa það hlutverk að búa til næringu fyrir plöntuna. Kemur frá fræflinum og ef það frjóvgast í frævunni verður til fræ. Lífvera sem býr til sína eigin næringu. Plöntur sem eru grænar allt árið. Plöntur sem fjölga sér með fræjum. Plöntur sem fjölga sér með gróum. Æxlunarfæri plantna. Karlhluti plöntunnar. Kvenhluti plöntunnar. Agnarsmá göt sem sjá til þess að koltvíoxíð kemst inn og súrefni fer út úr plöntunni. (Stundum kallað stilkur) heldur plöntunni uppréttri og hefur æðar sem sjá um að flytja mikilvæg efni um plöntuna. Frumulíffæri sem gerir plöntur grænar og hefur það hlutverk að fanga sólargeislana. Forstig þess að laufblöð myndist. Hlutir sem tilheyra vistkerfinu sem hafa aldrei verið lifandi, t.d. steinar og vatn. Festir plöntuna í jarðvegi og tekur upp vatn og steinefni úr jarðveginum.

10 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli LÍFIÐ OKKAR Hvað eru margar þekktar plöntur á Íslandi? Hvað þýðir að planta sé frumbjarga lífvera? Hver er helsti munurinn á plöntu og spendýri eins og manneskju? Ímyndaðu þér stöðuvatn og lífríkið þar. Nefndu dæmi um frumbjarga lífveru sem þú telur að búi á svæðinu: Ímyndaðu þér nú að stöðuvatnið þorni upp, heldur þú að sömu lífverur búi á því svæði? Hvernig frumbjarga lífverur telur þú að gætu komið á svæðið í staðinn?

11 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli ÁRSTÍÐASKIPTI Í NÁTTÚRUNNI Nú er kominn tími til að fara út og skoða hvernig árstíðarskiptin sjást í náttúrunni. Fyrst þarftu að skipuleggja þig og ákveða hvað þú ætlar að skoða eða leita að. Því næst ferð þú út og tekur ljósmyndir eða myndbönd af árstíðarskiptunum. Að lokum kynnir þú verkefnið fyrir bekknum og metur verkefni hjá öðrum hópi. Hvaða árstíðir eru að mætast? Svæði sem ég ætla að skoða og hvað held ég að ég finni þar? Veldu nokkrar myndir sem þú vilt segja frá og skráðu hjá þér hvað þú vilt segja til þess að auðvelda þér kynninguna. Mundu að þú ert að kynna hvernig árstíðarbreytingin sést í náttúrunni. Hvað er á myndinni (t.d. runni) Hvernig tengist myndefnið árstíðabreytingum? Hlustaðu nú á kynningu samnemanda á sínu verkefni og kynnt þú þitt fyrir honum. Hvað gerðir þú vel í verkefninu, nefndu a.m.k. 2 atriði. Hvað hefðir þú getað gert betur í verkefninu þínu, nefndu a.m.k. 2 atriði.

12 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli VERKEFNI GRÓÐURSETNING Byrja þarf á að velja fræ til að gróðursetja. Hægt er að nota keypt fræ eða t.d. innan úr papriku. Byrjað er á að setja fræin í rakan eldhúspappír og ofan í plastpoka. Leyfið fræjunum að liggja þar í 2–7 daga eða þar til fræin eru farin að spíra vel. Fræin eru svo færð yfir í næringarríka mold en gott er að setja nokkur fræ í hvern pott svo að meiri líkur séu á að planta verði til. Hentug pottastærð er 8–10 cm og má nota krukku, jógúrtdós eða annað tilfallandi ílát. Vökva þarf plöntuna reglulega en fylgjast má með raka í moldinni til að athuga hvort hún þurfi vökvun ásamt því að tryggja góð birtuskilyrði. Passið að ofvökva ekki og geyma ekki í of mikilli sól. VERKEFNI SÍGRÆN Hvernig ná sígræn tré að halda sér grænum? Hvað er að gerast inni í trénu?

13 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli HUGTÖK – SVEPPIR OG FLÉTTUR NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Lífvera sem er háð öðrum lífverum til að fá næringu. Getur ekki ljóstillífað. Getur ekki búið til næringu sjálf. Fær næringu úr dauðu lífrænu efni. Þegar ein lífvera lifir með, á eða inni í annarri lífveru. Tvær lífverur sem búa saman og báðar græða á sambúðinni. Tvær lífverur sem búa saman og önnur græðir á sambúðinni, hin gerir það ekki en skaðar hana ekki heldur. Tvær lífverur sem búa saman, önnur græðir á sambúðinni en hin hlýtur skaða af henni. Samhjálp svepps og ljóstillífandi lífveru. Báðar lífverur græða á sambúðinni. SVEPPURINN MINN Teiknaðu svepp og merktu inn á hann eftir minni. Kíktu svo í lesbókina og athugaðu hvað var rétt hjá þér og hvað þarf að bæta. Gistilífi Samlífi Rotvera Sníkjulífi Ófrumbjarga lífvera Samhjálp Fléttur

14 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli VERKEFNI SVEPPAMÓ Tíndu sveppi sem þú sérð í nærumhverfi skólans. Flokkaðu sveppina eftir því hvort þeir eru fansveppir eða pípusveppir. Ef ekki er möguleiki á að fara út að tína sveppi má skoða sveppi í sveppabók eða á netinu. Almenna reglan er að pípusveppir sem finnast í náttúrunni eru ekki eitraðir en varast á að borða fansveppi nema að geta greint tegund nákvæmlega. Hvað fannstu margar tegundir af sveppum? Hvaða tegundir eru sveppirnir þínir? VERKEFNI 1 2 3 SUNDUR OG SAMAN Er óhætt að borða alla sveppi sem við finnum úti? Af hverju/af hverju ekki? Hvað myndi gerast ef það væru engar rotverur í heiminum?

15 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli BRAUÐ Í POKA Efni og áhöld: • þrjár brauðsneiðar • þrír pokar sem hægt er að innsigla • aðstaða til handþvottar og sápa • spritt Tilgáta: Lestu framkvæmdina. Hvað heldur þú að komi fyrir brauðið í pokunum? Framkvæmd: Setja skal þrjár brauðsneiðar sína í hvern pokann. Áður en þær eru settar í pokann skal snerta eina vel og vandlega með skítugum höndum. Sú næsta er ekki snert fyrr en hendur hafa verið þvegnar rækilega með sápu. Þriðja er snert eftir að hendur hafa einnig verið sprittaðar. Fylgstu með brauðsneiðunum í eina til tvær vikur og skoðaðu hvað gerist. Niðurstöður: Hverjar eru niðurstöður þínar? Umræður: Voru niðurstöður þær sömu og tilgátan þín? Útskýrðu.

16 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli KROSSGÁTA – ÞANG OG ÞARI 1 2 3 4 5 6 7 Lárétt 2 Þörungar skipta sér á svæði í hafinu/ vötnum. Grænþörungar efst og rauð- og brúnþörungar neðar. 4 Grænir þörungar. 6 Brúnir þörungar. 7 Allskonar frumbjarga lífverur sem finnast í sjó og vötnum. Lóðrétt 1 Þörungar sem finnast á botni sjávar eða vatna. 3 Rauðir þörungar. 5 Þörungar sem finnast í yfirborðslögum sjávar eða vatna. 7 Stórir rauð/ brúnþörungar.

17 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli ÞARAMATVARA? Hefur þú borðað þang/þara? Ef ekki, langar þig til að prófa? Má borða allt þang/þara sem finnst í náttúrunni? Hvaða næringu má finna í þangi/þara? HVAÐ ER HVAÐ? Hver er munurinn á plöntusvifi og botnþörungum? Líta allir þörungar eins út? Nefndu 2 dæmi um það sem gæti innihaldið þörunga sem finna má heima hjá þér. 1 2

18 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli ÍSLENSK NÁTTÚRA Í textanum kemur fram að Ísland er talið hrjóstrugt land. Hvað þýðir það? Nefndu dæmi um plöntur sem þú þekkir með nafni. PLANTA NÆRRI MÉR Taktu myndir af eða taktu smá sýni af 3 plöntum sem þú finnur í nærumhverfinu. Teiknaðu og litaðu plönturnar og merktu inn heiti þeirra. Er nærumhverfi þitt gróið eða hrjóstrugt? Af hverju?

19 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 1. kafli LÍFVERUSKÖPUN Í gegnum aldirnar hafa verið til skiptis tímabil þar sem er mjög kalt eða hlýtt. Ísöld er dæmi um tímabil þar sem var mjög kalt og nú erum við á tímabili þar sem hlýnar mjög hratt. Búðu til plöntu, svepp, þörung eða fléttu sem þú heldur að gæti fundist eftir um milljón ár á Íslandi. Lífveran mín er planta sveppur þörungur flétta Mynd af lífverunni minni Lífveran mín heitir: ________________________________ Hún er: frumbjarga ófrumbjarga Við hvaða aðstæður líður lífverunni best:

20 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HVAÐ FINNUR LÍKAMANN ÞINN? 2. KAFLI HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Taugakerfið sem samanstendur af taugum sem dreifast um allan líkamann sem tengjast saman og senda skilaboð um líkamann. Stóri heili stýrir grunnlíkamsstarfsemi og hefur það hlutverk að láta líffærin sinna sínu hlutverki. Melting hefst í munninum. Bragðlaukarnir eru örsmáir og eru fremst á tungunni. Grunngerðir bragðs eru þrjár, sætt, salt og súrt. Hundar eru með meira en þúsund sinnum betra lyktarskyn en fólk. Hreinsistöðvar líkamans eru nýru og lifur. Heilbrigt líferni styður við heilsu fólks. Koffín hefur örvandi áhrif á líkamann. Varnarkerfi líkamans virkar ekki þegar fólk fær hita. Streita og kvíði eykur adrenalín framleiðslu í líkamanum. Eyrað er trekt sem safnar saman hljóðbylgjum svo að heilinn geti skilið betur umhverfi sitt.

21 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli TAUGAKERFIÐ NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Heili, mæna og taugar mynda kerfi sem sendir skilaboð um líkamann. Það sem notað er til að skynja umhverfi; bragð, lykt, sjón, heyrn og snerting. Skilaboð sem eru send um líkamann. Lykillíffærið í taugakerfinu og er nokkurs konar verkstjóri og stjórnstöð líkamans. Sterkt bein sem ver heilann gegn skaða. HEILINN Merktu inn á mynd. Ennisblað, gagnaugablað, heilastofn, hnakkablað, hvirfilblað og litla heila. Skynfæri Taugakerfi Höfuðkúpa Heili Taugaboð

22 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli VIÐBRAGÐ Taugakerfið samanstendur af taugum sem dreifast um allan líkamann. Augun skynja hvað er að gerast í kringum okkur og þurfa sífellt að senda heilanum skilaboð þegar bregðast þarf við einhverju í umhverfinu. Heilinn sendir síðan skilaboð til réttra líkamshluta um hvernig skuli bregðast við. Nú skulum við skoða hversu hratt taugakerfið og heilinn þinn vinnur. Efni og áhöld: Prik, eitthvað til að mæla. Framkvæmd: Fáðu samnemanda til að halda priki í línu við lófan á þér. Þegar þú sérð að samnemandi þinn sleppir prikinu skaltu grípa það eins hratt og þú getur. Hvað fór prikið marga cm niður áður en þér tókst að grípa það? Mæling 1: _______________________ Mæling 2: _______________________ Mæling 3: _______________________ Meðallengd: _____________________ SJÁLFKRAFA EÐA ÓSJÁLFKRAFA? Margt af því sem heilinn framkvæmir stjórnum við sjálf og margt gerist án þess að við hugsum um það. Efni og áhöld: Mjúkur eða léttur hlutur (t.d. tuska, svampur eða borðtenniskúla), gluggi eða plastfilma. Framkvæmd: Fáðu samnemanda til að standa öðrum megin við glugga eða plastfilmu. Kastaðu því næst mjúka hlutnum beint í átt að samnemendanum. Blikkaði eða lokaði nemandinn augunum þegar hlutnum var kastað? Ef hann blikkaði, var það sjálfkrafa eða ósjálfkrafa viðbrögð?

23 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HJÁLMANOTKUN Hjálmanotkun er gríðarlega mikilvægur liður í að tryggja eigið öryggi. Kynntu þér mikilvægi hjálmanotkunar og afleiðingar þess að nota hann ekki. Búðu til veggspjald til að kynna málið fyrir öðrum nemendum í skólanum. Hafðu í huga að þú þarft að sannfæra aðra um mikilvægi hjálmnotkunar. HVAÐ SKYNJAR ÞÚ? Fáðu félaga til að teikna með fingri á bakið á þér og teiknaðu það sem þú skynjar á blað. Hversu nákvæm var teikningin? Prófið að skipta um hlutverk. Er auðvelt eða erfitt að skynja það sem er teiknað á bakið? Settu hendina sem þú notar ekki til að skrifa fyrir aftan bak og fáðu félaga til að teikna aðra mynd í lófann sem þú teiknar á blaðið. Hversu nákvæm var teikningin? Prófið að skipta um hlutverk. Er auðvelt eða erfitt að skynja það sem er teiknað í lófann? Prófaðu að snerta nokkra staði á líkamanum þínum, til dæmis háls, olnboga og varir. Skráðu niður þá staði sem þú finnur mest og minnst fyrir snertingunni. Minnst: Mest: 1 2

24 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli LÍFFÆRAKERFI Efni og áhöld: stórt pappírsspjald, skriffæri, skæri og litir. Framkvæmd: Setjið pappírinn á gólfið. Einn nemandi leggst ofan á blaðið og annar eða aðrir nemendur teikna útlínur þess sem liggur á gólfinu. Þegar búið er að teikna útlínur getur nemandinn staðið aftur upp frá blaðinu. Næst er klippt eftir útlínunum þannig að eftir standi líkan af mannslíkama. Næst skulið þið teikna og lita í skemmtilegum lit helstu líffæri meltingakerfisins. Að lokum eru líffærin klippt út og límd inn á mannslíkamann. Þá er hægt að skrifa inn á verkið hvað líffærin heita og mögulega skemmtilegar upplýsingar um hvert þeirra.

25 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli ORÐASÚPA – MELTING, LYKT OG BRAGÐ L D N P L R M A Æ A D R B M L Þ Y U K D A G É S U R A F I N B P D N G Y É M A N Þ N T Y Á U Æ G I S R G É U J Y S T G P N J M A Ð M G Æ Á J I Y I I S Á Þ S H Á U K Y Ó R F T T Þ A K R H P D Ó N K O L T A D Y E V É L I N D A E Þ R N N Æ V E V E L P Æ M S M E D M B R A G Ð L A U K A R B R U T O T A M R A Þ R F J N Y K S R A T K Y L B Þ T Ferli hjá lífverum þegar fæðu er breytt í orku. Líffæri í líkamanum sem brýtur niður fæðu og býr til einskonar fæðumauk. Sogar til sín vatn úr úrganginum og skilar afganginum af honum í endaþarminn. Fyrsta skrefið í meltingunni. Þar grófhakka tennurnar fæðuna og blanda við hana munnvatni til að hjálpa okkur að kyngja. Þröng görn sem er um 6 metra löng og er alsett fellingum. Losar líkamann við úrganginn. Göng sem liggja frá munni og að maga. Sía næringarefnin inn í æðar sem flytja þau með blóðinu út um allan líkamann. Örsmáir út um alla tungu. Sterkur vöðvi í munninum sem skynjar bragð. Skynja bragðið. Nema lykt ofarlega í nefinu.

26 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli TUNGA Kíktu í spegil eða fáðu einhvern til þess að reka út úr sér tunguna skoðaðu hana vel. Hvað sérðu? Teiknaðu það sem þú sérð. Sástu bragðlaukana? Já Nei Teiknaðu þrjár ólíkar fæðutegundir sem eru mismunandi á bragðið. Skrifaðu svo á línurnar hvernig bragð er af þessum fæðutegundum. Nefndu dæmi um það hvenær lyktarskynið hefur hjálpað þér.

27 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HUGTÖK – HEILBRIGÐI, HORMÓN OG HREINSIKERFIN NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Stærsta líffærið inni í líkamanum. Hreinsar skaðleg og óþarfa efni úr blóðinu. Efni sem hjálpar okkur að melta fitu, losað eftir þörfum inn í meltingakerfið. Eru með örsmáar síur sem er annað skref hreinsunar á skaðlegum og óþarfa efnum úr blóðinu. Leiðslur frá nýrum í þvagblöðru, leið líkamans til að losa óþarfa efni úr líkamanum. Safnar þvagi sem við pissum svo út úr líkamanum. Vatn og önnur efni sem líkaminn losar sig við. Samheiti yfir litlar örverur eins og bakteríur, veirur og sveppi sem geta valdið sjúkdómum í líkamanum. Kemur í veg fyrir að sýklar komist inn í líkamann ásamt því að bera kennsl á og berjast við þá ef þeir komast inn fyrir húðina. Þegar líkaminn bregst við einhverju óskaðlegu líkt og um skaðvald sé að ræða. Stjórna ýmissi starfsemi líkamans, t.d. þroska og vexti. Stjórna kynþroska fólks, það eru hormónin estrógen, prógesterón og testóseterón. Stjórna vexti, þroska og efnaskiptum líkamans. Hormón sem eykst við steituvaldandi aðstæður. Gerir okkur betur undirbúin að flýja og hlaupa hraðar. Segja til um það hversu stór við verðum. Vaxtahormón Skjalkirtilshormón Lifur Adrenalín Kynhormón Sýklar Nýru Þvagpípur Þvag Gall Varnarkerfi Ofnæmi Hormón Þvagblaðra

28 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HREINSISTÖÐVAR LÍKAMANS Lýstu hreinsikerfi líkamans í máli eða myndum: Hvaða hlutverki gegnir lifrin? Hvaða hlutverki gegna nýrun? Hvað er í þvagi? Hvað heldur þú að myndi gerast ef líkaminn losaði sig ekki við óþarfa og skaðleg efni?

29 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli VELJUM GÓÐA NÆRINGU OG HREYFINGU Teiknaðu mynd af því sem þú gætir borðað á einum degi ef þú ætlaðir að fylgja ráðleggingum um mataræði. Mundu að næra líkama þinn vel og fylla hann af byggingarefni, orkugjöfum, trefjum og vítamínum sem hjálpar þér við athafnir dagsins. Reyndu að hafa fjölbreytta fæðu og takmarkað magn af viðbættum sykri og aukaefnum. Við getum hjálpað líkamanum að starfa rétt með því að gefa honum öll nauðsynleg næringarefni. Af hverju þurfum við að gæta hófs í koffínneyslu? Af hverju heldur þú að fólk noti níkótín í hvaða formi sem er, þrátt fyrir að við vitum að efnið er krabbameinsvaldandi?

30 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli VARNARKERFI LÍKAMANS – ÓNÆMISKERFIÐ Hvað stoppar sýkla í að komast inn í líkamann? Hvað gerist ef við sýkjumst af einhverju? Hvernig virka bóluefni? HORMÓNASTARFSEMI LÍKAMANS Hvaða hormón flokkast sem kvenhormón? Hvaða hormón flokkast sem karlhormón? Hvaða tvö hormón stjórna vexti? Hvernig getur adrenalín hjálpað okkur og skaðað okkur?

31 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli LITAÐU  Gallblaðra gul,  Magi rauður,  Lifur blá,  Vélinda appelsínugult,  Þarmar bleikir,  Ristill brúnn, VERKEFNI VERKEFNI

32 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli KROSSGÁTA – HLJÓÐ, BYLGJUR OG EYRU 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Lóðrétt 1 Hluti eyrans sem magnar upp hljóð og þar eru meðal annars hamar, steðji og ístað sem eiga þátt í því. 2 Hljóð sem hefur endukastast milli veggja nokkrum sinnum. Það verður til þegar hljóðið blandast saman. 3 Innsti hluti eyrans en þar tekur kuðungurinn við hljóðbylgjurnar og sendir með heyrnartauginni til heilans. 4 Yfirheiti yfir það þegar eitthvað í eyranu virkar ekki sem skildi. 6 Mælieining fyrir hversu margar bylgjusveiflur eru á einni sekúndu. 8 Segir til um hversu langt er á milli efsta punkts í einni hljóðbylgju til efsta punkts í þeirri næstu. Mikil bylgjulengd gefur djúpan tón og lítil bylgjulengd háan tón. Lárétt 5 Skynfæri líkamans sem notað er til að nema hljóð. 7 Sá hluti eyrans sem safnar saman hljóðbylgjum og vísar þeim inn í eyrað. 9 Titringur sem flyst í gegnum eyru og þau breyta í hljóð.

33 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HLJÓÐ Á SKÓLALÓÐINNI Farðu út á skólalóð, lokaðu augunum og hlustaðu á umhverfið þitt. Gerðu lista yfir þau hljóð sem þú heyrir: EYRAÐ MITT Merktu inn á myndina hamar, heyrnartaug, innra eyra, ístað, kuðungur, miðeyra, steðji og ytra eyra. Hvert er hlutverk mismunandi hluta eyrans: Ytra eyra: Miðeyra: Innra eyra:

34 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli TÁKNMÁL Settu þig í spor þeirra sem heyra ekki eða eru með litla heyrn. Skoðaðu myndina og lærðu að segja nafnið þitt með táknmáli. Farðu á netið og finndu upplýsingar um fleiri tákn. Þá er hægt að finna allskyns orð og setningar sem tengjast íþróttum, fjölskyldu og fleira. Lærðu 3 orð á táknmáli og kenndu svo sætisfélaga. Sætisfélagi á svo að kenna þér sín orð. ÍSLENSKT FINGRASTAFRÓF B K P V C L G R W D Q Æ É E A Á O Ó I Í Ð J Ý Y Z F U Ú X Ö S H T © SAMSKIPTAMIÐSTÖÐ HEYRNARLAUSRA OG HEYRNARSKERTRA HÖNNUN: HGM / WWW.A3.IS N M Þ Ég lærði orðin: 1 2 3 Sætisfélagi minn kenndi mér: 1 2 3

35 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HLJÓÐFÆRI ÚR GÚMMÍTEYGJUM Efni og áhöld: Nokkrar misþykkar gúmmíteygjur og ferköntuð kökumót eða kassar. Tilgáta: Heldur þú að það verði munur á hljóði eftir því hvaða teygjur eru notaðar? Útskýrðu svarið af hverju eða af hverju ekki. Framkvæmd: Setjið gúmmíteygjurnar utan um ferkantaða kökumótið eða kassann. Strekkið mismikið á teygjunum, til dæmis með því að hnýta hnút á teygjurnar eða setja eitthvað undir þær. Spilið á teygjurnar eins og hljóðfæri. Þið getið líka notað mislangar eða misbreiðar gúmmíteygjur og misstóra kassa eða mót. Niðurstöður: Hverjar eru niðurstöður þínar, er munur á hljóðinu? Hvernig myndast hljóðið? Hvað er bylgjulengd?

36 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 2. kafli HEYRNARVERND Nota þarf snjalltæki sem getur mælt desíbil en það er mælieining fyrir hljóðstyrk. Einnig er hægt að nota hljóðmæli ef hann er til í skólanum. Mælið ýmis svæði og skráið niður svæði og hljóðstyrk. Svæði Hljóðstyrkur Voru einhver svæði með hljóðstyrk sem gæti skaðað heyrnina? Settu rauðan hring utan um svæðið í töflunni hér að ofan ef svo er. Hvað er bergmál? Hvaða svæði eru líkleg til að bergmál heyrist vel? Hvaða dýr nýta sér bergmál? Meee

37 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli HEIMUR VÍSINDANNA 3. KAFLI HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Kraftar hafa áhrif á daglegt líf okkar. Þyngdarkraftur stjórnar því hvað við þyngjumst eða léttumst mikið á hverju ári. Fjaðurkraftur er það sem hjálpar fuglum að fljúga. Mælieiningin fyrir krafta kallast njúton. Hægt er að mæla krafta með kraftmæli. Lögmál Arkimedesar fjallar um verðmæti gulls. Skip sökkva ef þau fyllast af vatni. Flugvélar haldast á lofti vegna lyftikrafts. Það er mikilvægt fyrir okkur að hafa sameiginleg mælikerfi á hluti eins og stærð, massa, tíma og fleira. Vegelengdir eru oft mældar í desíítrum.

38 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli ORÐASÚPA – KRAFTAR R U T F A R K L U G E S B Þ J U S N F Í S J K X H Ý Y Þ R U T F A R K S G N I N Ú N I A P F R B U Í X T G F U J L D O K A P P U Ó D I O U L Æ Ý P H E R Ó E A K D F Ó V M U N T R Þ K R D T V Ý Y I T J U Ó T Ó K R Í L I B R O F N P Ý J R E Í U Þ Þ M J G A D D F A A B K O Ð I V Þ B R L O F T M Ó T S T A Ð A N K Ý T K S L Ó Í Í N Y J R N U U M T B J K Þ K S G O F T R Ó G Ó A R T B E Y Y S E P Kraftur sem veldur því að jörðin togar allt til sín. Núningur sem myndast þegar hlutur rekst á eindir í loftinu. Kraftur sem kemur í veg fyrir hreyfingu. Krafturinn sem verður þegar segulmagnaðir hlutir dragast hver að öðrum. Kraftur sem lætur hlut leita í upprunalegt form. Leið til að mæla krafta.

39 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli FÓTBOLTAVÖLLURINN Þú ferð í fótbolta með vinum þínum í frímínútum. Hvaða kraftar hafa áhrif á fótboltaleikinn ykkar? Hvað þarf að hafa í huga við umhirðu vallarins svo auðveldara sé að spila? Teiknaðu mynd af aðstæðum þar sem við viljum hafa lítinn núningskraft. VERKEFNI VERKEFNI

40 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli DÚKUR Á BORÐI Efni og áhöld: Plast- eða pappabolli með vatni, A3 blað eða dúkur og borð. Tilgáta: Lestu framkvæmdina, hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu blaðið eða dúkinn á borðið þannig að minnst annar endinn fari fram fyrir borðbrúnina. Settu bollann með vatninu á mitt blaðið eða dúkinn en mikilvægt er að bollinn sé þurr að utan. Kipptu blaðinu eða dúknum undan bollanum með því að toga lárétt að þér. Endurtaktu svo æfinguna og þú getur prófað að vera með aðra hluti en bolla á borðinu en það mega þó ekki vera of léttir hlutir. Niðurstaða: Hvað gerðist? Af hverju? Hvaða kraftar voru að verki? Teiknaðu skýringarmynd af æfingunni og merktu inn þá krafta sem hafa áhrif. VERKEFNI VERKEFNI

41 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli FLUGVÉL FLÝGUR, BÁTUR FLÝTUR EÐLI HLUTAR Skrifaðu rétt hugtak á línurnar. Lögmál Arkímedesar – Flotkraftur – Eðlismassi Lyftikraftur – Þrýstingur er kraftur þar sem hlutur sem er eðlisléttari en vökvi flýtur. Ef hlutarins er léttari en vökvinn, þá flýtur hann, annars ekki. verður þegar það er meiri fyrir neðan flugvélavæng en fyrir ofan hann. Við þetta lyftist flugvélin upp og flýgur. Stundum er hægt að finna rúmmál hluta með því að mæla þá. Þegar hlutir eru óreglulegir er ekki hægt að mæla þá en segir að ef við setjum hlutinn í vatn þá ryður hann frá sér jafn miklu vatni og rúmmál hans er. Þannig vitum við rúmmál hlutarins. VÆNGUR Teiknaðu á myndina, með örvum, hvernig vindurinn fer um flugvélavæng í flugi og í hvaða átt lyftikrafturinn virkar.

42 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli FLOTKRAFTUR Skref 1: Settu stein á vatn. Efni og áhöld: Steinn, bali og vatn Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Steinninn settur á vatnið og honum sleppt. Niðurstöður: Hvað gerðist? Skref 2: Settu bolta eða blöðru á vatn. Efni og áhöld: Bolti/blaðra, bali og vatn Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Bolti/blaðra sett á vatnið og sleppt. Niðurstöður: Hvað gerðist? Skref 3: Ýttu boltanum/blöðrunni ofan í vatnið. Efni og áhöld: Bolti/blaðra, bali og vatn Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Við ýtum boltanum/blöðrunni niður í vatnið og sleppum. Niðurstöður: Hvað gerðist?

43 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli Skref 4: Settu skál á vatnið Efni og áhöld: Skál, bali og vatn Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Við setjum skál á vatnið og sleppum. Niðurstöður: Hvað gerðist? Skref 5: Settu sand/möl í skálina Efni og áhöld: Sandur/möl, skál, bali og vatn Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Við setjum sand/möl í skálina. Smávegis í einu og höldum áfram þangað til ekki kemst meira í skálina. Niðurstöður: Hvað gerðist? Að lokum: Af hverju fékkstu mismunandi niðurstöðu úr skrefunum 5?

44 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli FLJÓTA EÐA SÖKKVA Skoðaðu nokkra hluti í kennslustofunni eða hluti sem kennari tekur saman fyrir ykkur. Ímyndaðu þér að hlutirnir séu settir í vatn. Hvaða hlutir heldur þú að … Fljóti: Sökkvi: Ekki viss: Prófaðu að setja nokkra af hlutunum í vatn. Hafðir þú rétt fyrir þér? Hvernig stendur á því að mannslíkaminn hvorki sekkur né flýtur? Af hverju er auðveldara að lyfta annarri manneskju í sundi en á sundlaugarbakkanum?

45 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli Bæði fiskar og fólk eru að mestu leyti vatn. Af hverju þurfa fiskar að hafa miklu minna fyrir því að halda sér á ákveðnu dýpi en fólk? Teiknaðu mynd af fiski með sundmaga á 10 metra dýpi og svo á 20 metra dýpi. Hafðu sundmagann sýnilegan á myndinni: FISKUR Í SJÓ HEILABROT 5 METRAR 10 METRAR 15 METRAR 20 METRAR

46 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli Lögmál Arkimedesar á einnig við um loftbelgi, nema loftið kemur í stað vatns. Útskýrðu hvernig loftbelgir fljúga: Útskýrðu af hverju fólk fellur hægar til jarðar þegar það er í fallhlíf: LOFTBELGUR HEILABROT

47 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli KRAFTAR ÚT UM ALLT Teiknaðu hring í réttum lit utan um þá staði á myndinni þar sem þessir kraftar hafa áhrif.  Þyngdarkraftur blár,  Núningskraftur bleikur,  Loftmótsstaða rauður,  Segulkraftur grænn,  Flotkraftur fjólublár,  Lyftikraftur brúnn

48 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli ORÐASÚPA – MAGN, MASSI OG MÆLINGAR A B Y O Í Þ N Þ V Z L Y O I G U J N L E N G D G J Y S T D D P D Í A L F Í M A S S I I T N F N I MÆLT OG MÆLUM Hvaða mælieiningar voru notaðar áður fyrr til að mæla lengd? Hvaða vandi fylgdi þeim mælieiningum? Hvers vegna er mikilvægt að skrá mælieiningu á eftir því sem mælt er? Hver er grunneiningin fyrir tíma? Hversu hratt ferðast ljós? Jörðin er um 151.760.000 kílómetra frá sólinni. Hvað er ljósið frá sólinni lengi að berast til Jarðarinnar? Notað til að mæla hversu langt eitthvað er. Grunnmælieiningin er metri. Mælieining fyrir það hversu lengi eitthvað er að gerast. Grunnmælieiningin er sekúnda. Mælikvarði á hversu mikill þyngdarkraftur togar í hlut. Hversu mörg grömm eða kílógrömm eitthvað er.

49 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli TÍMAMÆLINGAR Hversu lengi er hópurinn að ganga hringinn í kringum skólann? í mínútum í sekúndum Hversu lengi er hópurinn að hlaupa í kringum skólann? í mínútum í sekúndum LENGDARMÆLINGAR Hversu langt er frá bílastæði starfsmanna að inngangi nemenda, mældu með ólíkum mælieiningum? fet skref metrar kílómetrar Hversu hár er bekkjarfélagi (að eigin vali) í: alin sentímetrum (cm) metrum (m) kílómetrar

50 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli HRAÐAMÆLINGAR Mælið 10 metra og merkið upphafspunkt og endapunkt. Næst takið þið tímann á því hversu lengi hver og einn í hópnum er að hlaupa þessa vegalengd. Þá þurfið þið að reikna hraðann í metrum á sekúndu eða m/s. Til þess að gera það deilið þið 10 með fjölda sekúndna (10/sek) og þá fáið þið hraðann. Reiknið fyrir alla meðlimi hópsins. Notið vasareikni við útreikninga. Meðlimur 1: Meðlimur 2: Meðlimur 3: Meðlimur 4: Meðalhraði: Endurtakið nú tilraunina nema í þetta skiptið skulið þið mæla 50 metra og merkja upphafspunkt og endapunkt. Skráið tíma hlaupara og reiknið einnig út meðalhraða. Meðlimur 1: Meðlimur 2: Meðlimur 3: Meðlimur 4: Meðalhraði: Var munur á meðalhraða eftir því hvaða vegalengd var hlupinn? Hver gæti verið skýringin á því?

51 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 3. kafli TÍMI Hvaða mánaðardagur er í dag? Hvaða vikudagur er í dag? Hvaða ár er núna? Hvaða vika ársins er núna? ÚR EINU Í ANNAÐ Það er kúnst að geta fært milli mælieininga. Hvað er manneskja sem er 180 cm margir metrar? Hvað er einn lítri af vatni margir ml? Tré sem er 20 metrar á hæð, hvað eru það margir hektómetrar? Verkjatafla er oft með 500 milligrömm af virku efni, hvað eru það mörg sentígrömm? Í uppskrift á að setja 4 desilítra af hveiti, hvað eru þaðmargir lítrar? Glas er 25 grömm, hvað eru það mörg dekagrömm? Margfalda (x10) Deila (-:10)

GEIMURINN 4. KAFLI 52 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Jörðin er flöt eins og teppi. Sólin snýst í kringum Jörðina. Til er eitt sólkerfi í heiminum, það er sólkerfið okkar. Eina plánetan sem hefur tungl er Jörðin. Í sólkerfinu okkar eru 9 plánetur. Sólin okkar er stærsta stjarna heims. Tunglið er alsett gígum. Það koma loftsteinar inn í lofthjúp Jarðarinnar á hverjum degi. Sólkerfið okkar skiptist í flokka eftir fjarlægð reikistjarnanna frá Jörðinni Það verður flóð og fjara einu sinni í mánuði.

53 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli HUGTÖK – JÖRÐIN OG NÁGRENNI NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Lýsandi gashnöttur sem oftast er með reikistjörnur í kringum sig á sporbaugum. Kraftur sem togar hluti saman. Þar sem enginn þyngdarkraftur er til staðar. Tíminn sem það tekur plánetuna að snúast einn hring um sjálfa sig (sólarhringur). Tíminn sem það tekur plánetuna að fara einn hring í kringum sólina (ár). Skiptir jörðinni í tvo hluta, suðurhvel og norðurhvel. Er einskonar „miðja“ hnattarins, hnötturinn snýst í kringum möndul sinn. Þegar möndullinn er ekki alveg lóðréttur, er 23° á Jörðinni og útskýrir árstíðabreytingar á henni. Þegar tunglið sýnist alveg kringlótt séð frá Jörðinni. Þegar tunglið hefur verið minnkandi og sést lítið sem ekkert lengur. Tunglið fer svo að vaxa aftur. Þegar sól, tungl og Jörð eru í beinni línu og tunglið í miðjunni, myndar það skugga á Jörðina. Á því svæði sem skugginn er sést ekki öll sólin frá Jörðinni. Plánetur sem ferðast á sporbaugum í kringum sólstjörnu. Brautin sem hlutur fer í kringum annan hlut, líkt og Jörðin í kringum sólina. Reikistjörnur sem eru aðallega gerðar úr lofttegundum og hafa ekki fast yfirborð. Litlir hnullungar eða hnettir sem oftast eru úr bergi eða málmi. Umferðartíma um sólu Þyngdarleysi Fastastjarna Sporbaugar Miðbaugur Þyngdarkraftur Fullt tungl Sólmyrkvi Gasreikistjörnur Snúningstími um möndul Nýtt tungl Möndulhalli Möndull Smástirni Reikistjörnur

54 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli JÖRÐIN OG HEIMURINN Ímyndaðu þér að þú sért að útskýra fyrir 6 ára gömlu barni hvernig alheimurinn varð til. Skrifaðu útskýringuna hér að neðan. Þú getur einnig teiknað mynd ef þú vilt. Útskýrðu með dæmi hvernig þyngdarkraftur virkar á Jörðinni. Útskýrðu muninn á snúningstíma um möndul og umferðartíma um sólu.

55 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli Teiknaðu miðbaug á myndina af jörðinni. Teiknaðu línu sem er með 23° halla frá lóðréttu línunni hér fyrir neðan. Þá sérðu hversu mikill halli er á Jörðinni. Skrifaðu inn á myndina hvenær hvaða árstíð er á Íslandi. Af hverju eru sumrin á suðurhluta Jarðar heitari en sumrin á norðurhluta hennar? Úr hverju er Jörðin gerð?

56 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli TUNGLIÐ Tunglið snýst í kringum sjálft sig og snýst einnig í kringum Jörðina. Sú hlið tunglsins sem snýr að sólinni er upplýst þannig að stundum sjáum við heila hlið tunglsins en stundum aðeins hluta. Litaðu með dökkum lit yfir hluta tunglsins þannig að það sjáist hvernig það vex og minnkar frá því að vera fullt tungl, yfir í nýtt tungl og aftur yfir í fullt. Athugaðu að Fullt tungl og nýtt tungl eru rétt en lita þarf hin tunglin. Hvað eru sjávarföll? Fullt tungl Nýtt tungl

57 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli HEIMUR OG GEIMUR Hvað heldur þú að það séu til mörg sólkerfi í heiminum? Gisk: Finndu líklegasta svarið með hjálp internetsins. Útskýrðu sporbaug með mynd. Hvaða reikistjörnur eru aðallega úr bergi? Hvaða reikistjörnur hafa ekki fast yfirborð? Hvaða reikistjörnur eru sitt hvorum megin við Jörðina? og

58 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli SÓLKERFIÐ OKKAR Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd:

59 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd: Heiti: Áhugaverð staðreynd:

60 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli VERKEFNI VERKEFNI GEIMVERAN Veldu þér eina af reikistjörnunum í okkar sólkerfi fyrir utan Jörðina. Búðu svo til geimveru sem gæti lifað á þessari plánetu. Hvað heitir geimveran? Á hvaða reikistjörnu býr geimveran? Merkúríus Venus Mars Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Hvernig aðstæður eru á plánetunni sem geimveran býr á? Af hverju getur geimveran búið á þessari reikistjörnu en ekki mannfólk? Hvernig fær geimveran orku? Hverjir eru helstu eiginleikar geimverunnar? Hvað gerir geimveran?

61 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 4. kafli VERKEFNI VERKEFNI Hvernig lítur geimveran út? TÆKNIN Hvernig hefur tækni hjálpað okkur að fræðast um geiminn? Hvernig áhrif hefur tæknin haft á líf íbúa Jarðar eða umhverfið okkar? Segðu bæði frá jákvæðum áhrifum og neikvæðum.

SJÓR, VATN OG FRUMEFNI 5. KAFLI 62 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HVAÐ VEIST ÞÚ UM Fyrir kennslu VIÐFANGSEFNIÐ? Eftir kennslu rétt rangt rétt rangt Hafið þekur tæplega helming af yfirborði jarðar. Plöntusvif ljóstillífa og þurfa því að vera ofarlega í hafinu þar sem sólin skín. Lífverur sem búa í hafinu aðlaga sig að mismunandi svæðum og dýpt. Það eru engar árstíðir í hafinu. Það finnast margar fiskitegundir í íslensku ferskvatni. Kúluskítur finnst í ferskvatni víða um land. Vatn er í stöðugri hringrás Það er ótakmarkað magn af vatni til. Efnablanda er blanda ólíkra efna. Þegar kerti er brennt gufar það upp. Allt sem er súrt er hættulegt.

63 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HUGTÖK – HAFIÐ NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Grunnur sjór, framlenging af landi allt að 200 m dýpi. Brött brekka sem fer niður á djúpsjávarbotn. Nær niður 3–6 km. Mismunandi staða og magn af plöntusvifi eftir hita og kulda í sjónum. Þegar vatn blandast ekki vegna mismunandi eiginleika, t.d. þegar vatnið við yfirborðið hitnar en dýpra vatn hitnar ekki; þá liggur heitara vatnið ofan á því kalda og nær ekki að blandast saman. Ís sem flýtur á hafinu. Þegar sjór og ferskvatn blandast. Árstíðir í hafinu Landgrunnur Landgrunnshlíð Djúpsjávarbotn Hafís Lagskipting Ísalt vatn VERKEFNI VERKEFNI FAGUR FISKUR Í SJÓ Finndu og teiknaðu þrjár lífverur sem búa í sjónum við Ísland sem ekki er mynd af í nemendabókinni.

64 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli VATNIÐ ER BLAUTT Hvaða afurðir notar þú sem koma úr hafinu? Teiknaðu fjöru, landgrunn og landgrunnshlíð. Teiknaðu svo inn þrjár eða fleiri ólíkar lífverur sem búa í fjörunni eða sjónum á stað sem þær eru líklegar til að búa. Af hverju vex plöntusvif svona mikið á vorin? Teiknaðu mynd af einum til tveimur framandi fiskum.

65 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli ORÐASÚPA – FERSKVATN F I V S U T N Ö L P R I A J O L E B R D Ý M V G V K J Ý Þ V D Z Á S D Þ D P D Þ N A Y E A D O H Þ U T Á Z H N R G I Z P O B S U T Þ Ý X Í V B S S I É M Z D O Í Hvar er mesta lífríki ferskvatns? Hvers vegna er munur á hitastigi á mismunandi stöðum í vatninu? Frumframleiðendur sem eru neðst í fæðukeðjunni. Þurfa ekki mikla birtu. Einkum vatnaflær og krabbaflær. Eru meðal annars bleikja og lax. VERKEFNI VERKEFNI KÚLUSKÍTUR Kúluskítur er áhugavert nafn á lífveru sem finnst m.a. í Mývatni. Margar ástæður eru fyrir því að lífverur fá ólík nöfn. Láttu hugann reika og búðu til skemmtileg nöfn fyrir þessar lífverur.

66 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli Finndu 5 atriði sem eru ekki eins á báðum myndum.

67 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli

68 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli KYNJAVERA Í HAFINU Finndu lífveru sem býr í hafinu sem þér finnst áhugaverð og jafnvel örlítið furðuleg. Teiknaðu mynd af lífverunni og finndu um hana eftirfarandi upplýsingar: Hvar í hafinu býr hún og á hvaða dýpt? Hvernig hefur hún aðlagast aðstæðum? Á hverju nærist hún? Eru einhverjir sem nærast á henni? Hvernig felur eða ver hún sig fyrir óvinum? Hvað er sérstakt við þessa lífveru?

69 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli ORÐALEIKUR Reyndu að finna orð sem tengjast hafinu og innihalda stafina hér að neðan. Skrifaðu orðin lárétt á línurnar. H a f i ð f j A r a F S T R A U M A R

70 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli MATARKISTA HAFSINS Finndu á eina girnilega uppskrift þar sem notast er við hráefni úr hafinu. Skrifaðu uppskriftina hér að neðan og hafðu á einum stað uppskriftina fyrir tvo einstaklinga og á öðrum stað fyrir fimm. Fyrir tvo Fyrir fimm Efni Aðferð:

71 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli FERSKVATNSSKOÐUN Farðu að næsta ferskvatni sem er nálægt skólanum. Passaðu að vera í viðeigandi skóbúnaði þar sem það getur verið raki í jarðvegi umhverfis vatnið. Er ferskvatnið á, lækur, tjörn, stöðuvatn eða eitthvað annað? Hvað telur þú margar gerðir plantna? Notaðu plöntuhandbók eða plöntuvefinn til að greina plönturnar sem þú fannst. tegundir. Hvað telur þú margar tegundir fugla? Notaðu fuglahandbók eða fuglavefinn til að greina fuglana sem þú fannst. tegundir. Skoðaðu vel lífríkið í kringum ferskvatnið og notaðu fötu eða annað ílát til að moka úr botninum og skoðaðu sýnið þitt undir víðsjá eftir vettvangsferðina. Settu upp í hugarkort allt sem þú kemst að í vettvangsferðinni. Settu í flokka það sem er sameiginlegt.

72 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli SJÓR OG VATN Nú hefur þú lært bæði um ferskvatn og sjó. Hvað er líkt á þessum svæðum? Hvað er ólíkt á þessum svæðum? Af hverju er mikilvægt að vernda bæði ferskvatn og sjó? VERKEFNI METTAÐ VATN Settu jafn mikið af vatni í tvö glös eða skálar. Bættu einni skeið af salti í annað glasið og einni skeið af sykri í hitt glasið og hrærið í báðum glösum. Haltu áfram að bæta við sykri og salti í glösin þangað til að það leysist ekki lengur upp í vatninu heldur safnast fyrir í botninum. Hversu margar skeiðar af salti þarf til að lausnin verði mettuð af salti? Hversu margar skeiðar af sykri þarf til að lausnin verði mettuð af sykri? VERKEFNI

73 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HRINGRÁS VATNS Teiknaðu einfalda útgáfu af hringrás vatns, ekki lita myndina. Merktu svo inn á myndina með rauðum lit hvar vatnið er í hættu á að verða mengað. Útskýrðu af hverju: Hvernig væri hægt að nýta vatn betur eða fara betur með vatnið okkar en við gerum í dag?

74 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HUGTÖK – EFNAFRÆÐI NÚMERAÐU, LITAÐU EÐA TENGDU SAMAN HUGTAK OG SKILGREININGU Grunnefni sem öll önnur efni eru gerð úr. Þeim er raðað skipulega í lotukerfið. Tafla sem frumefnum er raðað í og þar má finna alls kyns upplýsingar um efnin og hvernig þau tengjast innbyrðis. Efni sem er alltaf eins og hefur því efnaformúlu eins og t.d. borðsalt. Sambland efna sem er ekki alltaf eins og hefur því ekki efnaformúlu eins og t.d. mjólk. Nákvæm innihaldslýsing á efni sem segir hversu margar frumeindir af hverju efni eru í sameindinni. Ein eining af frumefni. Hvert efni hefur sína stærð og massa sem er ólík frumeindum annarra efna. Tvær eða fleiri frumeindir af sama efni eða ólíkum efnum sem tengjast saman. Hversu súrt efni er eða basískt er ákvarðað af sýrustigi eða pH gildi. EFNA ÆÐI Hvað heldur þú að efnafræðingar geri? Heldur þú að vísindamenn hafi uppgvötað öll efni sem til eru í heiminum? Frumeind Efnaformúla Efnablanda Frumefni Sameind Sýrustig Lotukerfið Efnasamband

75 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli LOTUKERFIÐ: Hvaða efni þekkir þú úr lotukerfinu? Skráðu 5-6 á línurnar. , , , , Númer hvað eru frumefnin í lotukerfinu? Kolefni Járn Litín Volfram Úran Vetni Hver er frumeindamassi:  Fosfórs?  Kopars?  Silfurs?  Erbín? Hverjar eru minnstu byggingareiningar allra efna? Hver er munurinn á efnasambandi og efnablöndu? Andrúmsloft er efnablanda. Hvers vegna?

76 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli Merktu við hvað úr töflunni er frumefni, efnasamband og efnablanda. Notaðu lotukerfið og það sem þú lærðir í kaflanum til að flokka efnin. Frumefni Efnasamband Efnablanda H2O Súrefni Mjólk Kjöt Gull NaCl CO2 Nitur Argon Andrúmsloft Saltvatn Kolefni Ál CH4 Helín AF HVERJU LOTUKERFI? Hver setti fram fyrsta lotukerfið? Hvaða ár var fyrsta lotukerfið sett fram? Af hverju er gagnlegt að setja frumefni upp í lotukerfi?

77 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli EFNI Í EFNI Efni og áhöld: Glerflaska (a.m.k. 500 ml), blaðra, 25 grömm þurrger, sykur, vatn, matskeið, desilítramál og skál. Tilgáta: Lestu lýsinguna á framkvæmd. Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Settu gerið í skálina og bættu við 4 dl af heitu vatni (ekki sjóðandi) og einni kúfullri matskeið af sykri og hrærðu vel. Helltu svo úr skálinni í glerflöskuna og settu blöðruna vel yfir stútinn. Bíddu í um 20–30 mínútur og fylgstu með blöðrunni. Niðurstaða: Hvað gerðist? Af hverju? Hvað er inni í blöðrunni? Er eitthvað í efnislýsingunni hér að ofan lifandi/lífvera? Af hverju telur þú að það sé mikilvægt að setja sykur saman við gerið?

78 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HVAÐ ER INNI Í FRUMEIND? Inni í hverri frumeind eru öreindir sem kallast rafeindir, róteindir og nifteindir. Róteindir eru jákvætt hlaðnar og eru táknaðar með +, rafeindir eru neikvætt hlaðnar og eru táknaðar með - og nifteindir eru óhlaðnar og táknaðar með 0. Teiknaðu öreindir einnar kolefnisfrumeindar ef það eru jafn margar rafeindir, nifteindir og róteindir. SÝRUSTIG Efni og áhöld: Ýmis efni (sjá niðurstöðu), rauðkálshaus, blandari, sigti, glas eða kanna og slatti af glærum glösum. Einnig er hægt að nota sýrustigsstrimla. Tilgáta: Hvað heldur þú að gerist? Framkvæmd: Skerðu rauðkál smátt niður og settu í blandara. Bættu smá vatni í blandarann og þeyttu saman. Bættu við vatni ef þú telur þörf á en þetta á að vera eins og safi. Helltu rauðkálssafanum í glas en í gegnum sigti fyrst; svo það er bara vökvi sem fer í glasið. Settu efnin sem þú ætlar að meta sýrustig á í glær glös og merktu með miða hvað er í hvaða glasi. Hægt er að bæta við efnum að eigin vali og eru auðir reitir í ef bæta á við.

79 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli Settu smávegis af rauðkálssafanum í hvert glas, um eina matskeið. Raðaðu glösunum nú í röð eftir lit þar sem rautt er súrast og gullt er basískast. Litaröðin er þá: rautt, bleikt, blátt, grænt og gult. Litirnir geta líka verið mitt á milli. Súrt Basískt Niðurstaða: Efni Hvað held ég? Súrt – hlutlaust – basískt Hvernig varð liturinn? Hafði ég rétt fyrir mér? já eða nei Edik Kranavatn Matarsódi Klór Sódavatn með bragði Sítróna Spritt Sykurblandað vatn Hvað var súrast? __________________________ Hvað var basískast? ________________________ Var eitthvað hlutlaust? ______________________

80 Náttúrulega 2 │ vinnubók │ 5. kafli HVAÐ HEF ÉG LÆRT Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir Áhugavert orð sem þýðir 1. KAFLI LÍFVERUR VAXA VÍÐA 2. KAFLI HVAÐ FINNUR LÍKAMINN ÞINN? 3. KAFLI HEIMUR VÍSINDANNA 4. KAFLI GEIMURINN 5. KAFLI SJÓR, VATN OG FRUMEFNI 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1. 2. 3. 1 1 1 1 1 2 2 2 2 2 3 3 3

NÁTTÚRULEGA 2 VERKEFNABÓK ISBN 978-9979-0-2731-7 ©2022 Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir ©2022 Myndhöfundur Krumla nema Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra bls 34 og teikningar á bls. 21, 28, 31, 33 (neðri), 38, 39, 41, 45, 46, 50, 55 (efri), 58–61, 65, 68, 69, 77 frá Shutterstock. Ljósmyndir frá Shutterstock. Ritstjórn: Andri Már Sigurðsson Yfirlestur og góð ráð: Hildur Arna Håkonsson. Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson 1. útgáfa 2022 Menntamálastofnun Kópavogur Umbrot og útlit: Blær Guðmundsdóttir og Menntamálastofnun

40672 Halló! Hér má finna verkefnabókina Náttúrulega 2. Í þessari verkefnabók á að teikna, lita, skrifa og framkvæma tilraunir. Verkefnin í verkefnabókinni eru fjölbreytt. Sum vinna nemendur einir, sum í hópum, sum á blaði, sum með aðstoð internetsins og önnur allt öðru vísi. Þegar við vinnum verkefni, svörum spurningum og gerum tilraunir verðum við sífellt fróðari í náttúrugreinum. Það er mikilvægt að læra um náttúruna af því að hún er allt í kringum okkur og við þurfum að læra að lifa með henni. Þessi verkefnabók er bæði til prentuð og rafræn. Góða skemmtun! Höfundar eru Halldóra Lind Guðlaugsdóttir, Ragnheiður Alma Snæbjörnsdóttir og Telma Ýr Birgisdóttir Myndhöfundur er Krumla

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=